Félagsleg heimaþjónusta | Reykjavíkurborg

Félagsleg heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta er fyrir alla aldurshópa. Þjónustan er fyrir borgarbúa sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Þörf umsækjanda er metin í hverju einstöku tilviki.

Umsóknir um félagslega heimaþjónustu er hægt að nálgast í bláa rammanum hér að ofan. Undir tenglum hér til hliðar er að finna umsóknir um akstursþjónustu, félagslega heimaþjónustu, lækkun eða niðurfelling gjalds, kvöld og helgarþjónustu, umsókn um heimsendan mat og fleiri umsóknir velferðarsviðs. Reglur um félagslega heimaþjónustu.

Ferill umsóknar/þjónustu

Ekki eru nein skilyrði um umsóknarfrest. Umsóknum er hægt að skila þegar þörf er á þjónustunni og tekur starfsfólk þjónustumiðstöðva borgarinnar á móti umsóknum. Umsókn skal undirrituð á sérstöku eyðublaði. Stundum er óskað eftir læknisvottorði, það er ef ástæða þykir til.

Hvað kostar þjónustan?

Notandi greiðir fyrir hverja klukkustund við þrif miðað við gildandi gjaldskrá. Þjónusta umfram sex vinnustundir á mánuði á hvert heimili er endurgjaldslaus. Ákvörðun um lækkun eða niðurfellingu greiðslu vegna heimaþjónustu er tekin af þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Öll umönnun önnur en þrif auk kvöld- og helgarþjónustu er endurgjaldslaus.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að koma fyrirspurnum og almennum kvörtunum/ábendingum á framfæri símleiðis eða í móttöku á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Ákvörðun um synjun á beiðni um félagslega heimaþjónustu eða takmörkun á umbeðinni aðstoð og synjun á lækkun eða niðurfellingu greiðslu vegna félagslega heimaþjónustu má skjóta til velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík. Skal það gert skriflega og ekki síðar en fjórum vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun. Ákvörðun velferðarráðs má kæra til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, velferðarráðuneyti, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík. Skal það gert ekki síðar en þremur mánuðum frá því að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.

Sótt er um þjónustuna á útprentuðu umsóknareyðublaði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 3 =