Endurhæfing í heimahúsi

Fólk getur þurft aðstoð við að endurheimta og viðhalda virkni, heilsu og lífsgæðum. Með endurhæfingu í heimahúsi fær fólk þjálfun og ráðgjöf sem henta þörfum þeirra. Endurhæfingin fer að miklu leyti fram heima hjá notendum eða í nærumhverfi þeirra.

Get ég fengið endurhæfingu í heimahúsi?

Endurhæfing í heimahúsi er fyrir fólk sem hefur sótt um heimastuðning eða heimahjúkrun og er metið á þann veg að endurhæfing sé líkleg til árangurs. 

Hvað er í boði?

Endurhæfing í heimahúsi er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Þjónustan er tímabundin, að hámarki í 3 mánuði. Markmiðið er að auka sjálfsbjargargetu notenda og þátttöku í samfélaginu með fjölbreyttum og markvissum aðferðum.  

Endurhæfingin er skipulögð út frá forgangsröðun notandans sjálfs á því hvað honum finnst mikilvægast og getur stuðningsáætlun breyst eftir því sem færni eykst. Þjálfunin fer að miklu leyti fram inn á heimili og í því umhverfi sem er notanda mikilvægt. 

Hver veitir þjónustuna?

Hjá Reykjavíkurborg starfa þrjú endurhæfingarteymi. Í hverju þeirra eru iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, félagsliði og sjúkraþjálfari eða íþróttafræðingur. Auk þess veitir næringarfræðingur notendum þjónustunnar ráðgjöf.

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Þú getur hringt í 411 9600 eða sent póst á netfangið heima@reykjavik.is. 

  • Starfsfólk þjónustumiðstöðva veitir einnig upplýsingar
  • Þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11