Simbað

Frístundaheimili

Hamraskóli við Dyrhamra 9
112 Reykjavík

""

Um Simbað

Frístundaheimilið Simbað er starfrækt fyrir börn í 1. – 4. bekk í Hamraskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Brúnni. Leitast er eftir því að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.

Forstöðumaður er Bryngeir Arnar Bryngeirsson

Aðstoðarforstöðumaður er Guðlaug Hanna Vilhjálmsdóttir

Lengd viðvera

Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í Simbað frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Simbað er lokað í vetrarleyfi skólans.

Dagleg starfsemi

Við leggjum áherslu á fjölbreytileikann í ljósi fjölbreytts barnahóps og við vorum líklegast fyrsta frístundaheimilið til að fá Regnbogavottun Reykjavíkurborgar.

Hagnýtar upplýsingar

Frístundadagatal

Í frístundadagatali Simbaðs má finna hvenær eru heilir dagar, hvenær er lokað og ýmislegt fleira sem mikilvægt er að kynna sér. 

Gjaldskrá

Hér getur þú nálgast gjaldskrá fyrir vetrar- og sumarstarf frístundaheimila ásamt upplýsingum um systkina afslátt og ýmislegt fleira. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í frístundaheimilinu Simbað má finna á heimasíðu Hamraskóla

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​