Selásskóli
Grunnskóli, 1.-7. bekkur
Selásbraut 109
110 Reykjavík

Skóladagatal
Í skóladagatali Selásskóla eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir nemendur, foreldra og forráðamenn.

Hvað er í matinn?
Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili. Hér getur þú fylgst með því hvað er á boðstólnum í mötuneyti Selásskóla.

Um Selásskóla
Skólastarf í Selásskóla hófst haustið 1986. Skólinn er jaðarskóli efst í Árbænum. Börnin eru í Selásskóla til 12 ára aldurs (1.-7. bekkur) en þá fara þau í Árbæjarskóla sem er safnskóli hverfisins. Skólinn hefur nýtt sér nálægð við helstu náttúruperlur borgarinnar með því að tengja hana við sem flestar námsgreinar.
Einkunnarorð skólans eru Látum þúsund blóm blómstra og gildin eru Virðing – gleði og vinátta. Þetta leiðarljós endurspegla áherslu í skólastarfinu.
Frístundaheimilið Víðisel er fyrir börn í 1.-4. bekk í Selásskóla og félagsmiðstöðin Tían býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.
Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?
Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.
Stjórnendateymi Selásskóla
- Skólastjóri er Rósa Harðardóttir
- Aðstoðarskólastjóri er Margrét Rós Sigurðardóttir
- Deildarstjóri stoðþjónustu: Þóra Ársælsdóttir
- Skólafélagsráðgjafi: Maren Freyja Haraldsdóttir
- Umsjónarmaður fasteigna: Pétur Valdimarsson.
Skólastarfsemi
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Selásskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Foreldrafélag Selásskóla
Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forsjáraðila þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum m.a. útihátíðum og skólaslitum.
Skólahverfi Selásskóla
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Selásskóla.
