Leikskóli í Skerjafirði

Í frumathugun

Fáfnisnes 20
107 Reykjavík

Leikskólabörn í legó

Um leikskólann

Nýr leikskóli sem rísa mun í nýrri Skerjabyggð og rúma 150 börn. Stefnt er að því að hann  taki til starfa á árinu 2025. 

Leikskólinn er liður í verkefnaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Stefnt er að því að leikskólinn taki til starfa á árinu 2025. 

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Athugið að áætlaðar dagsetningar um verklok geta breyst, þar sem þættir á borð við aðgengi að aðföngum, afleiðingar heimsfaraldurs og ófriðar á alþjóðavettvangi geta haft áhrif á framgang framkvæmda.  Ennfremur getur ráðningarstaða haft áhrif á tímasetningar varðandi inntöku barna.

Framkvæmdir

Leikskólinn er enn í skipulagsferli.