No translated content text
Kringlumýri
Frístundamiðstöð
Efstaleiti 1
108 Reykjavík
Kringlumýri
Frístundamiðstöðin Kringlumýri stendur fyrir viðamiklu frístundastarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 – 16 ára í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi. Mikið er lagt upp úr því að bjóða upp á fjölbreytt og áhugavert frístundastarf. Uppbygging þjónustu í frítímanum er ein af kröfum nútímans. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna. Kringlumýri er einnig þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra og er í fararbroddi varðandi vinnu og hugmyndafræði í málefnum fatlaðra.
Barna- og unglingastarf í Kringlumýri
Kringlumýri heldur utanum starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi. Markmiðið er að veita börnum og ungmennum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Lögð er sérstök áhersla á forvarnarstarf, að stuðlað sé að jákvæðum félagsþroska, að starfsemin standi öllum til boða og að fyrirliggjandi séu upplýsingar um íþrótta- og tómstundartilboð í hverfinu.
Þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna
Frístundamiðstöðin Kringlumýri er þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna og unglinga á frístundahluta Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þekkingarmiðstöðin veitir ráðgjöf og er stefnumótandi varðandi allt starf sem viðkemur fötluðum börnum og unglingum með stuðning á frístundahluta Skóla- og frístundasviðs.
Starfsfólk
Framkvæmdastjóri: Árni Jónsson
Fjármálastjóri: Róbert Rafn Birgisson
Skrifstofustjóri: Jóna Björg Sigurðardóttir
Deildarstjóri unglingastarfs: Þórhildur Rafns Jónsdóttir
Deildarstjóri Barnastarfs: Árni Magnússon
Deildarstjóri frístundastarfs fatlaðra: Elín Þóra Böðvarsdóttir