Þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna
Frístundamiðstöðin Kringlumýri er þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna og unglinga á frístundahluta Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.
Þekkingarmiðstöðin veitir ráðgjöf og er stefnumótandi varðandi allt starf sem viðkemur fötluðum börnum og unglingum og börnum með stuðning á frístundahluta Skóla- og frístundasviðs. Viðheldur jafnframt og þróar sérþekkingu og nýbreytni í almennu og sértæku frístundastarfi fyrir fötluð börn og unglinga ásamt því að innleiða viðeigandi hugmyndafræði og verklag hverju sinni í öllu því sem tengist starfi með fötluðum börnum á vettvangi frítímans. Þekkingarmiðstöðin stendur einnig að t.d. fræðslu fyrir starfsfólk á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum.
Starfsfólk
Þekkingarmiðstöðin samanstendur af verkefnastjóra á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra ásamt ráðgjafarþroskaþjálfum.
- Verkefnastjóri er leiðandi og stýrir stefnumótun í frítímastarfi fatlaðra barna og unglinga.
- Ráðgjafarþroskaþjálfar ásamt verkefnastjóra halda utan um og úthluta stuðningi til frístundaheimila og félagsmiðstöðva.
Sértækt frítímastarf
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur starfrækir frístundaheimili fyrir öll börn í 1.-4. bekk, félagsmiðstöðvarstarf fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk ásamt því að bjóða upp á sértækt frítímastarf fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10. bekk.
Sértækt frítímastarf á vegum SFS er starfrækt á eftirfarandi stöðum: