No translated content text
Kynfræðsla
Samkvæmt fræðslulögum eiga öll börn að fá kynfræðslu á öllum skólastigum. Hér getur þú skoðað efni, verkefni og fræðslu tengd kynfræðslu.
Kynfræðsla fyrir öll stig grunnskóla - Verkfærakistur
- Kynfræðsla - yngsta stig Hugmyndir að námsefni, kveikjum og kennsluleiðbeiningum auk annars fróðleiks.
- Kynfræðsla - miðstig Hugmyndir að námsefni, kveikjum og kennsluleiðbeiningum auk annars fróðleiks.
- Kynfræðsla - unglingastig Hugmyndir að námsefni, kveikjum og kennsluleiðbeiningum auk annars fróðleiks.
- Kynfræðsla - efni fyrir starfsfólk Hugmyndir að námsefni, kveikjum og kennsluleiðbeiningum auk annars fróðleiks.
Hvað er alhliða kynfræðsla?
Alhliða kynfræðsla snýst um kynheilbrigði. Með því að bjóða börnum og ungu fólki upp á alhliða kynfræðslu hjálpum við þeim að skilja sjálfan sig og taka ábyrgð á eigin kynheilbrigði og vellíðan. Við veitum þeim líka tækifæri til þess að eiga öruggt og gefandi kynferðislegt samband og hugsa í leiðinni um vellíðan annarra.
Klám er ekki kynfræðsla!
Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að börn og ungmenni fái fræðslu um skaðsemi þess og reynt sé að koma í veg fyrir eða bregðast við klámáhorfi þeirra.
Áhugi á og forvitni um kynlíf er eðlileg og heilbrigð, en mörg ungmenni á Íslandi fá sínar upplýsingar um kynlíf að mestu leyti úr klámi en ekki vandaðri kynfræðslu.
Mikill munur er þó á raunverulegu kynlífi og því sem sést í klámi, þar sem engin áhersla er lögð á samskipti og samþykki, mörk, öryggi og vellíðan. Klámneysla er því ógn við kynheilbrigði ungs fólks.
Vika6
Vika6 er sjötta vika ársins. Hún hefur fest sig í sessi sem árleg vika kynheilbrigðis í öllum grunnskólum og frístundamiðstöðvum. í Viku6 ættu öll börn og unglingar í borginni að fá kynfræðslu í einhverju formi. Hér má finna kynfræðslu fyrir öll stig grunnskóla.