Stafræn gróska

Menntastefna Reykjavíkur leggur áherslu á að taka framtíðinni opnum örmum og nýta stafræna tækni til að auðga menntun og veita börnum fjölbreytt tækifæri til sköpunar og tjáningar.
Stafræn gróska er stuðningsvefur fyrir innleiðingu á framsækinni og skapandi tækni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Hér finnur þú meðal annars upplýsingar um námstæki, hugbúnað, persónuvernd og leiðbeiningar fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra til að styðja við verkefnið.
1:1 innleiðing á námstækjum
Stafræn gróska er umfangsmikið verkefni sem stendur yfir skólaárin 2021-2023 og snýr að hraðari innleiðingu stafrænnar tækni með uppbyggingu tæknilegra innviða og þjónustu, starfsþróun og ráðgjöf, eflingu stafrænnar hæfni og markvissri, ábyrgri og framsækinni notkun tækni í skóla- og frístundastarfi í borginni.
Stafræn gróska
- byggir ofan á mikilvægt starf og skólaþróun síðustu ára og missera.
- stuðlar að framþróun náms, starfs- og kennsluhátta.
- tengist stafrænni umbreytingu í Græna planinu og menntastefnu Reykjavíkurborgar.
- leggur megin áherslu á fagmennsku og samstarf um barnið sem virkan þátttakanda.
- styður jöfn tækifæri og valdeflingu nemenda í gegnum tækni og sköpun.
- er tækifæri til að láta drauma sína rætast.
Hvað viltu skoða næst?
- Persónuvernd og stafrænt skólastarf Með lögum skal land byggja.
- Stafræn borgaravitund Skynsemi, ábyrgð, vinsemd
- Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk A, B, C, D, E, F, Google...
- Google leiðbeiningar fyrir nemendur A, B, C, D, E, F, Google...
- Námstæki Blýantur, yddari, tölva...
- Kerfisstjórar Hefur þú prófað að endurræsa?
Stafræn gróska
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
Þú getur haft samband með tölvupósti: groskan@reykjavik.is