Foreldrar

Teikning af foreldrum og tveimur börnum

Stafræna gróskan er verkefni sem tengist Græna planinu og menntastefnu Reykjavíkurborgar, sett af stað til að hraða innleiðingu á upplýsingatækni í grunnskólum borgarinnar. Í fyrsta hluta verkefnisins voru það nemendur í unglingadeildum sem fengu námstæki að láni, svo á miðstigi.

Menntastefna Reykjavíkur leggur áherslu á að taka framtíðinni opnum örmum, nýta stafræna tækni til að auðga menntun og veita börnum fjölbreytt tækifæri til sköpunar og tjáningar.

 

1:1 tæki til nemenda

1:1 þýðir að hver nemandi fær námstæki til afnota.

Námstækið eykur möguleika í námi og undirbýr nemendur fyrir viðfangsefni framtíðarinnar. Einnig tryggir það margskonar stuðning við nám, stuðlar að virkri þekkingarleit, styður við fjölbreyttari verkefnavinnu og skapandi skil. 

Tækjunum fylgir vissulega ábyrgð hvað varðar meðferð á búnaði, notkun á hugbúnaði og í samskiptum. Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur útbúið notkunarskilmála fyrir búnaðinn og samþykki hans er forsenda þess að nemendur megi fara með búnaðinn heim. Skilmálinn hefur verið þýddur á ensku og pólsku. Hann er að finna til samþykktar á Mínar síður. Hafið rafræn skilríki við höndina.

Samþykktar kennslulausnir

Reykjavíkurborg er ábyrgðaraðili persónuupplýsinganna sem verða til í kennslulausnum í notkun í skólum í skilning laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Á ábyrgðaraðila og vinnsluaðila (framleiðandi kennslulausnar) hvíla skyldur og ábyrgð samkvæmt persónuverndarlögum.

Meðal þess er að upplýsa og fræða foreldra/forsjáraðila um hvernig unnið er með persónuupplýsingar nemenda í þeim kennslulausnum sem notaðar eru í skólastarfi.

Google skólaumhverfið

Allir nemendur fá aðgang að Google skólaumhverfinu (e. Workspace) en mikilvægt er að hafa í huga að aðgangur nemenda er ekki sambærilegur persónulegum Google aðgangi. 

 

Kerfið er lokað og sérstaklega hannað fyrir skóla og lénið er @gskolar.is. Áhættumat hefur farið fram og öll gögn eru vistuð í Evrópu. Google les ekki ferðir nemenda og þeir fá ekki auglýsingar.

 

Í Google skólaumhverfinu búa kennarar til skólastofur (e. Classroom), setja inn gögn tengd náminu og nemendur skila inn verkefnum. 

Netöryggi og persónuvernd

Áður en stafræn tækni er tekinn í notkun í skóla- og frístundastarfi þarf að fara fram áhættumat. Svara þarf spurningum eins og: Hvaða gögn er unnið með? Hvar eru gögnin vistuð? Er hægt að eyða þeim? Eru auglýsingar tengdar notkun? 

Stjórnendur starfsstaða bera ábyrgð á að upplýsa foreldra um hvaða og hvernig tækni er nýtt í skólastarfinu.

Stafræn borgaravitund

Að vera stafrænn borgari (e. digital citizen) er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð. 

 

Samhliða innleiðingu námstækja 1:1 í skólum borgarinnar er mikilvægt að stuðla að ábyrgri netnotkun og stafrænni borgaravitund í öllu starfi með stafræna tækni.

gskolar_fjolskyldan

Gott að vita