Blágrænar ofanvatnslausnir

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Blágrænar ofanvatnslausnir vísa í bláan lit vatnsins og grænan lit gróðursins. Með þessum lausnum er horfið frá því að veita ofanvatni eða úrkomu, sem bæði er rigning og snjór, sem hraðast í frárennslislagnir og út í sjó eins og tíðkast hefur. Í staðinn eru notaðar grænar lausnir sem sía vatnið í gegnum gegndræpt yfirborð og niður í jarðveginn og halda því sem mest í náttúrulegri hringrás. Gróður getur tekið til sín og nýtt talsvert af regnvatninu og þannig má með ýmsum lausnum takmarka mjög álag á núverandi frárennslislagnir og draga úr líkum á flóðum þegar lagnir anna ekki vatnsmagninu.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2022

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2023

Aðgerð lokið. Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum segir að nýting vatns og blágrænar ofanvatnslausnir verði regla í nýjum hverfum og við endurnýjun eldri hverfa. Þeirri innleiðingu er lokið og kemur fram í skilmálum deiliskipulags og leiðbeiningum hverfisskipulags. Verkefnið er komið til framkvæmda, sem dæmi má nefna að verið er að setja upp blágrænar ofanvatnslausnir í kringum Hlemmsvæðið, gert er ráð fyrir þeim á Ártúnshöfða og í öðrum nýjum uppbyggingarverkefnum, meðal annars í forskrift varðandi Borgarlínu.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2022 Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum segir að nýting vatns og blágrænar ofanvatnslausnir verði regla í nýjum hverfum og við endurnýjun þeirra eldri. Þeirri innleiðingu er lokið og kemur fram í skilmálum deiliskipulags og leiðbeiningum hverfisskipulags.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Staða Verklok Svið
Blágrænar ofanvatnslausnir Lokið 2022 Umhverfis- og skipulagssvið
Flóðvarnir verði útivistarsvæði og garðar Í vinnslu 2025 Umhverfis- og skipulagssvið