Flóðvarnir verði útivistarsvæði og garðar

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Vegna aukinnar úrkomu og hækkunar sjávarmáls þarf að aðlaga innviði að loftslagsbreytingum og tryggja viðnámsþrótt borgarinnar. Efling á flóðvörnum meðfram strandlengjunni þar sem þörf er á og stefnt að því að úr verði útivistarsvæði, strandgarðar og aðstaða til sjávarbaða á völdum stöðum.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Staða verkefnis óbreytt. Endurbætur á sjóvörnum Sæbrautar ekki hafnar og verkefni ekki í forgangi. Endurbótum á sjóvarnargarði Eiðsgranda og Ánanausta er lokið.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Endurbætur á sjóvörnum Sæbrautar er enn í undirbúningi og unnið að deiliskipulagi. Samhliða verða aðstæður til útivistar og upplifunar bættar. Endurbótum á sjóvarnargarði Eiðsgranda og Ánanausta er lokið.

  Janúar 2023   Endurbótum á sjóvarnargarði Eiðsgranda og Ánanausta er lokið. Endurbætur á sjóvörnum Sæbrautar er í undirbúningi. Aðstæður til útivistar og upplifunar hafa verið bættar samhliða. Verið er að vinna deiliskipulag vegna Sæbrautar.
  Júlí 2022 Endurbótum á sjóvarnargarði Eiðsgranda og Ánanausta er lokið. Endurbætur á sjóvörnum Sæbrautar er í undirbúningi. Aðstæður til útivistar og upplifunar hafa verið bættar samhliða.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Staða Verklok Svið
Blágrænar ofanvatnslausnir Lokið 2022 Umhverfis- og skipulagssvið
Flóðvarnir verði útivistarsvæði og garðar Í vinnslu 2025 Umhverfis- og skipulagssvið