Flóðvarnir verði útivistarsvæði og garðar
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Vegna aukinnar úrkomu og hækkunar sjávarmáls þarf að aðlaga innviði að loftslagsbreytingum og tryggja viðnámsþrótt borgarinnar. Efling á flóðvörnum meðfram strandlengjunni þar sem þörf er á og stefnt að því að úr verði útivistarsvæði, strandgarðar og aðstaða til sjávarbaða á völdum stöðum.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Staða verkefnis óbreytt. Endurbætur á sjóvörnum Sæbrautar ekki hafnar og verkefni ekki í forgangi. Endurbótum á sjóvarnargarði Eiðsgranda og Ánanausta er lokið.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Endurbætur á sjóvörnum Sæbrautar er enn í undirbúningi og unnið að deiliskipulagi. Samhliða verða aðstæður til útivistar og upplifunar bættar. Endurbótum á sjóvarnargarði Eiðsgranda og Ánanausta er lokið. |
|
Janúar 2023 | Endurbótum á sjóvarnargarði Eiðsgranda og Ánanausta er lokið. Endurbætur á sjóvörnum Sæbrautar er í undirbúningi. Aðstæður til útivistar og upplifunar hafa verið bættar samhliða. Verið er að vinna deiliskipulag vegna Sæbrautar. | |
Júlí 2022 | Endurbótum á sjóvarnargarði Eiðsgranda og Ánanausta er lokið. Endurbætur á sjóvörnum Sæbrautar er í undirbúningi. Aðstæður til útivistar og upplifunar hafa verið bættar samhliða. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Svið |
---|---|---|---|
Blágrænar ofanvatnslausnir | Lokið | 2022 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Flóðvarnir verði útivistarsvæði og garðar | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum verði með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.