Grafarholt og Úlfarsárdalur

Rafreiðhjól létta stigið
15.03.2018
Reykjavíkurborg ætlar í sumar að lána áhugasömum einstaklingum rafreiðhjól í 5 – 6 vikur til að komast ferða sinna.  Með þessu framtaki vill borgin hvetja fólk til umhverfisvænni ferðavenja.
Sonja Dís og Ebba Kristín eru í Ungmennaráði Grafarvogs
08.03.2018
Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir og Ebba Kristín Yngvadóttir í Ungmennaráði Grafarvogs eru ánægðar með þann fjölda hugmynda sem kominn er inn á www.hverfidmitt.is fyrir Grafarvog.  Þær eru spenntar að bæta við sínum hugmyndum við og ánægðar með hve einfalt það er.  
Hugmyndagleði í Reykjavík
08.03.2018
Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is stendur yfir og hafa nú þegar yfir 200 hugmyndir skilað sér á vefinn. Áhersla er í ár lögð á aukið samráð við höfunda hugmynda meðan á hugmyndasöfnuninni stendur til að útfæra þær betur í sátt við hugmyndasmiði. 
Markmið að finna bestu lausnir á sviði sjálfbærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors
05.03.2018
Reykjavíkurborg er þátttakandi í samstarfi yfir 90 stórborga gegn loftslagsbreytingum.  Samtökin sem heita C40 hafa hleypt af stokkunum verkefninu „Reinventing Cities“ sem beinir sjónum að sjálfbærri og umhverfisvænni hugsun í uppbyggingu borga.  Reykjavík hefur valið þrjár lóðir til uppbyggingar innan ramma verkefnisins.  Það var að frumkvæði Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, sem er í forsæti C40, að halda þessa uppbyggingarsamkeppni undir merkjum C40.
Ryk bundið á umferðarþungum vegum
05.03.2018
Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til að bæta loftgæði í borginni. Magnesíum klóríði sem reynst hefur vel til rykbindingar var úðað á stofnbrautir í Reykjavík og fleiri fjölfarnar götur eins og Bústaðaveg, Suðurlandsbraut og Grensásveg.
Torg í biðstöðu
02.03.2018
Reykjavíkurborg óskar er eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Verkefnið felst í að endurskilgreina svæði sem ekki eru fastmótuð til framtíðar og geta auðgað mannlíf í borginni.
Fundurinn var vel sóttur
02.03.2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í dag lóðaúthlutanir og ný uppbyggingarsvæði í Reykjavík á vel sóttum fundi í Tjarnarsal Ráðhússins.
Börnin í Dalskóla tóku vel á móti borgarstjóri og sýndu honum m.a. útskorin dýr sem þau eru að smíða í myndmennt.
01.03.2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á yfirreið í Úlfarsárdal í dag og kynnti sér m.a. skólastarf í Dalskóla og framkvæmdir við nýja grunnskólann og frístundaheimilið sem tekin verða í notkun næsta haust. 
Grafarholt og Úlfarsárdalur
28.02.2018
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, heldur opinn fund fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals fimmtudaginn 1. mars næstkomandi í Ingunnarskóla. Fundurinn hefst kl. 20.
Metár hafa verið í uppbyggingu íbúða og lóðaúthlutunum á undanförnum árum.
27.02.2018
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins fundar um lóðaúthlutanir, uppbyggingu íbúða og atvinnustarfsemi. Fundurinn sem er öllum opinn verður haldinn föstudaginn 2. mars kl. 9.00-11.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.