Vetrarþjónustan yfir hátíðirnar

Veðurhorfur yfir hátíðirnar bjóða upp á suðvestanátt með éljagangi. Snjósöfnun getur átt sér stað í slíkum aðstæðum. Við hvetjum borgarbúa til að fylgjast vel með veðurspám og fara varlega í jólaumferðinni. Mynd/Róbert Reynisson
snjóplógur að keyra um götu.

Vetrarþjónustuteymi Reykjavíkurborgar starfar eins og alltaf yfir alla jólahátíðina og mun einblína á að halda samgöngukerfinu greiðfæru eftir aðstæðum enda margir á ferðinni. Verkefnin á þessum Þorláksmessudegi hafa falist í því að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið eftir vatnsveðrið undanfarinn sólarhring. Einnig verður sérstök gát höfð á miðborginni í kvöld, Þorláksmessu, til að fyrirbyggja hálku.

Veðurspá: Suðvestanátt með éljagangi

Veðurhorfur yfir hátíðirnar bjóða upp á suðvestanátt með éljagangi – dæmigerðum útsynning. Snjósöfnun getur átt sér stað í slíkum aðstæðum.

Við hvetjum borgarbúa til að fylgjast vel með veðurspám og fara varlega í jólaumferðinni.