Samningur um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni

Heilsa Íþróttir og útivist

Manneskja á gönguskíðum í Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Sporið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiðinni og á Rauðavatni í vetur.

Með samningnum er komið til móts við ört vaxandi hóp fólks sem stundar þessa íþrótt og boðið upp á vönduð og skipulögð gönguskíðaspor í borginni þegar aðstæður leyfa.  

Unnið við gerð gönguskíðabrautar á Rauðavatni.

Sporið mun sjá um vöktun, mati á aðstæðum, lagningu og viðhaldi tvöfaldra skíðaspora þar sem því verður við komið. 

Upplýsingar um opnun skíðaspora og aðstæður verða á facebook-síðu Sporsins og á miðlum Reykjavíkurborgar

Framtíð skíðagönguíþróttarinnar innan borgarmarkanna er björt og stefnt er að áframhaldandi þróun við gerð gönguskíðabrauta og þjónustu á næstu árum með það að markmiði að skapa aðstæður til hreyfingar og útiveru í borgarlandi í anda lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar.