Vetrarþjónustan er á vaktinni
Veðurspáin fyrir kvöldið er slæm og því viljum við vara fólk við leiðindaveðri seint í kvöld og nótt með snjókomu fyrst í stað sem síðan fer út í rigningu. Vetrarþjónustuteymi Reykjavíkurborgar mun vakta ástandið og grípa til viðeigandi ráðstafana eftir því sem aðstæður gefa tilefni til.
Bakvakt verður í nótt til að meta ástandið í samvinnu við Vegagerðina. Kallað verður út klukkan fjögur í nótt í vetrarþjónustu á götum og einnig í stígakerfið eftir þörfum.
Fylgist með veðurspám og farið varlega!