| Reykjavíkurborg

Árbær

Litamerkingar hjólaleiða
13.07.2018
Lykilleiðir í hjólakerfinu á höfuðborgarsvæðinu er nú táknaðar með litum. Reykjavíkurborg hefur nýlokið við að setja upp 149 hjólavegvísa ásamt merkingum. 
Það verður ball í Kornhúsinu og í Landakoti í Árbæjarsafni um helgina.
11.07.2018
Sunnudaginn 15. júlí, verður hin árlega Harmóníkuhátíð Reykjavíkur haldin í tuttugasta skiptið, venju samkvæmt, í Árbæjarsafni og hefst dagskráin kl. 13:00.
Frábær stemning í brekkunni
06.07.2018
Lands­mót hesta­manna var form­lega sett í gærkvöldi með glæsibrag í Víðidal. Setn­ing­ar­at­höfn­in hófst með hópreið full­trúa allra aðild­ar­fé­laga Lands­sam­bands hesta­manna.
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
02.07.2018
Elsta sveit Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts fór með stjórnanda sínum, Snorra Heimissyni, til Gautaborgar á dögunum. Þar gerði hljómsveitin sér lítið fyrir og lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppni. 
Arna Hrönn Aradóttir og Arna Björk Birgisdóttir.
29.06.2018
Afrekskonur á velferðarsviði Reykjavíkur, Arna Björk Birgisdóttir, deildarstjóri á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, ætla að hjóla 1200 km í sumar til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
Elliðaárdalur
20.06.2018
Lífríki borgarinnar skartar sínu fegursta á sumrin - gróðurinn dafnar og blómstrar, fuglarnir syngja, flugurnar suða og allir krókar og kimar iða af lífi. Einnig má njóta náttúrunnar í fræðslustund á vegum Reykjavík - iðandi af líði. Fræðslustundin nefnist Að elska náttúruna og verður í Elliðaárdal sunnudaginn 24. júní kl. 20.
Byggingarframkvæmdir
20.06.2018
Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði á völdum þróunarreitum í Reykjavík. Frestur til að skila inn umsókn um þátttöku í verkefninu hefur verið framlengdur til 18. júlí.
Æðarbliki. Ljósmynd: Björn Ingvarsson
14.06.2018
Lífríki borgarinnar skartar sínu fegursta á sumrin - gróðurinn dafnar og blómstrar, fuglarnir syngja, flugurnar suða og allir krókar og kimar iða af lífi.  Til að fagna og vekja athygli á hinni fallegri náttúru í Reykjavík, verður boðið upp á á fjölbreytta og skemmtilega fræðsludagskrá í sumar í nafni fræðsluverkefnisins Reykjavík - iðandi af lífi.  
17. júní hátíðahöld
13.06.2018
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur þann 17. júní. Dagskráin er fjölbreytt að vanda með skrúðgöngum, tónleikum og fleiru.
Þjóðleg klæði verði í brennidepli á Árbæjarsafni um helgina.
08.06.2018
Búningana í brúk! er yfirskrift þjóðbúningasýningar sem opnuð verður í Árbæjarsafni á laugardag 9. júní klukkan tvö. Meðlimir Heimilisiðnaðarfélagsins settu upp sýninguna í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins.