| Reykjavíkurborg

Árbær

Handhafar Mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar og Hvatningarverðlauna Reykjavíkurborgar ásamt borgarstjóra að lokinni athöfn
16.05.2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 á mannréttindadegi Reykjavikurborgar.
Unnið við þrif gatna
14.05.2018
Hreinsun gatna og göngustíga gengur samkvæmt áætlun.  Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg sent bréf til íbúa, þar sem þeim er kynnt hvenær vorhreinsun fer fram í þeirra götu.  Nú í ár verður gerð tilraun með að senda smáskilaboð til íbúa til að ná betur til þeirra og þessa dagana er verið að senda út SMS skeyti í farsíma íbúa í hverfi 110.  Einnig verða send skeyti til íbúa í hverfi 108 þegar kemur að hreinsun þar.
Vinnuskólinn
11.05.2018
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir sumarið 2018
Úr frístundastarfi
11.05.2018
Sjö umsækjendur voru um stöðu framkvæmdastjóra í frístundamiðstöðinni Árseli í Árbænum, en umsóknarfrestur rann út 29. apríl.  
Það var kraftur í krökkunum í Norðlingaskóla
08.05.2018
Það var kraftur í krökkunum í Norðlingaskóla þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fór í hjólatúr með þeim í tilefni verkefnisins Hjólakrafti. Hjólað var frá Norðlingaskóla að Morgunblaðshúsinu í Móavaði og framhjá golfvellinum í Grafarholti.   
Handhafar hvatningarverðlauna fyrir hinsegin félagsmiðstöð.
04.05.2018
Fjögur framsækin verkefni og einn framúrskarandi starfsmaður fengu í dag hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir metnaðarfullt fagstarf á vettvangi frístundastarfsins í borginni.
Lagt af stað til vinnu
02.05.2018
Hjólað í vinnuna hófst með formlegum hætti í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í morgun. heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem haldið hefur verið árlega frá árinu 2003.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt Margeiri Þór Haukssyni sem verður fyrsti íbúinn í nýjum búsetukjarna.
20.04.2018
Nýr íbúðakjarni í Kambavaði  í Norðlingaholti var formlega afhentur velferðarsviði í dag en kjarninn er sérhannaður fyrir einstaklinga með þroskahömlun og skyldar raskanir.
Hreinsum saman í Reykjavík
20.04.2018
Feikilegur kraftur er um þessar mundir í hreinsunarstarfi á höfuðborgarsvæðinu og víða um land og er sjálfboðaliðastarfið ómetanlegur liðsauki. Reykjavíkurborg tileinkar dagana 24.- 29. apríl átakinu Hreinsum saman sem eru þáttur í evrópskum hreinsunardögum. 
Krummar í Grænuborg
16.04.2018
Þann 24. apríl fer fram innritun í leikskóla í Reykjavík vegna plássa sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla.