Fjárhagsaðstoð fyrir flóttafólk
Fjárhagsaðstoð er veitt einstaklingum og fjölskyldum sem ekki geta séð fyrir sér og sínum án aðstoðar. Markmiðið er að aðstoðin sé tímabundin á meðan fólk er að fóta sig í íslensku samfélagi og finna vinnu.
Hvenær get ég sótt um fjárhagsaðstoð?
Þú getur sótt um fjárhagsaðstoð hvenær sem er mánaðarins en æskilegt er að sækja um í byrjun mánaðar.
Hvar sæki ég um fjárhagsaðstoð?
Fyrsta umsókn er lögð fram á miðstöð þess hverfis þar sem þú átt lögheimili. Þetta á líka við ef þú ert í tímabundnu húsnæðisúrræði eins og gistilheimili í tilteknu hverfi.
Hvað þarf ég áður en ég sæki um fjárhagsaðstoð?
- Dvalarleyfisskírteini eða birtingarvottorð útgefið af Útlendingastofnun.
- Vegabréf eða eða önnur gild persónuskilríki. Nánar um Leyfð persónuskilríki (audkenni.is).
- Virka íslenska kennitölu.
- Lögheimili í Reykjavík.
- Bankareikning í íslenskum banka.
- Rafræn skilríki ef kostur er. Flestir bankar og símafyrirtæki veita rafræn skilríki.
- Myndbönd um rafræn skilríki
Hvernig sæki ég um fjárhagsaðstoð?
Þjónustufulltrúar á miðstöð hjálpa þér við fyrstu umsókn og afgreiða hana.
Ef þörf er á áframhaldandi fjárhagsaðstoð getur þú sótt um rafrænt á mínum síðum. Sótt er um aðstoð fyrir einn mánuð í einu. Umsóknin tekur ekki gildi fyrr en þú velur að senda hana inn.
Hvað gerist næst?
Ef þú ert að sækja um fjárhagsaðstoð í fyrsta sinn, eða sex mánuðir eru liðnir frá því að þú sóttir síðast um fjárhagsaðstoð, þarft þú að mæta á miðstöð innan tveggja virkra daga frá því að umsókn var lögð fram til að sanna á þér deili með því að sýna skilríki með mynd.
Eftir að umsókn um fjárhagsaðstoð berst er athugað hvort þú uppfyllir skilyrði reglna um fjárhagsaðstoð. Umsókn er samþykkt eða henni er synjað.
Ef umsókn er samþykkt færð þú greidda fjárhagsaðstoð um næstu mánaðarmót.
Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs.
Hver er upphæð fjárhagsaðstoðar?
Fjárhagsaðstoð til einstaklinga getur verið allt að 239.895 kr. á mánuði. Fjárhagsaðstoð til hjóna eða fólks í sambúð getur verið allt að 383.832 kr. á mánuði.
Á ég rétt á fjárhagsaðstoð?
Þú getur átt rétt á fjárhagsaðstoð ef þú hefur náð 18 ára aldri, átt lögheimili í Reykjavík og uppfyllir skilyrði um tekjur og eignir.
Hvað er í boði fyrir fólk sem fær greidda fjárhagsaðstoð?
- Húsnæði fyrir flóttafólk Helsti stuðningur vegna húsnæðis.
- Ábyrgðaryfirlýsing vegna leiguhúsnæðis Ábyrgð á greiðslu tryggingar vegna leigu húsnæðis.
- Styrkur til húsbúnaðarkaupa Styrkur til kaupa á almennum húsbúnaði og raftækjum til heimilishalds..
- Sérstakur húsnæðisstuðningur flóttafólks Sérstök fjárhagsaðstoð vegna húsaleigu.
- Menning og samfélag Samfélagsfræðsla og íslenskunámskeið, aðgengi að íslenskri menningu.