Sérstakur húsnæðisstuðningur

Teikning af blokk og leiktækjum á lóðinni.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagsleg aðstoð við fjölskyldur og einstaklinga vegna greiðslu á húsaleigu. Aðeins þau sem eiga rétt á húsnæðisbótum frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun geta átt rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. 

Á ég rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi?

Réttur á sérstökum húsnæðisstuðningi er metinn út frá fjárhagsstöðu og félagslegum aðstæðum. Umsækjandi þarf auk þess að:

Ef þú ert ekki komin með húsnæði en ert í virkri húsnæðisleit getur þú samt sem áður sótt um sérstakan húsnæðisstuðning. Umsóknin er þá gild í þrjá mánuði frá því að hún er samþykkt. Greiðsla sérstaks húsnæðisstuðnings hefst þó aldrei fyrr en ljóst er að þú eigir rétt á húsnæðisbótum frá HMS.

Eins er hægt að fá sérstakan húsnæðisstuðning (undanþágu) vegna 15-17 ára barna ef þau stunda nám fjarri lögheimili og leigja þess vegna á heimavist eða námsgörðum.

Hvaða upphæð fæ ég?

Upphæðin sem þú getur fengið fer eftir félagslegum aðstæðum, upphæð leigu og samanlögðum tekjum og eignum alls heimilisfólks sem er eldra en 18 ára. Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei orðið hærri en samtals 90.000 kr. 

Þú getur kíkt á reiknivél sérstaks húsnæðisstuðnings til að sjá hvað þú átt rétt á hárri upphæð.

Hvar sæki ég um sérstakan húsnæðisstuðning? 

Þú sækir um sérstakan húsnæðisstuðning á rafrænan hátt á Mínum síðum. Einnig er hægt að fá aðstoð við umsókn á miðstöð í þínu hverfi.

 

Teikning af húsum og persónu á hjóli