Styrkur til húsbúnaðarkaupa
Flóttafólk sem fær greidda fjárhagsaðstoð í Reykjavík getur átt rétt á styrk til að kaupa á húsbúnaði og raftækjum. Styrkurinn er fyrir þá sem eru eignalausir og eru að stofna heimili. Hann er bara veittur einu sinni.
Á ég rétt á styrk til húsbúnaðarkaupa?
Flóttafólk sem á rétt á fjárhagsaðstoð, býr í leiguhúsnæði og á lögheimili í Reykjavík getur sótt um styrk til að kaupa almennan húsbúnað og raftæki sem eru nauðsynleg til heimilisnota.
Undir almennan húsbúnað falla hlutir eins og rúm, rúmdýnur, sængur, koddar, sængur- og koddaver, borð, stólar, hnífapör, pönnur, pottar, borðbúnaður, eldhúsáhöld og svo framvegis.
Undir raftæki falla hlutir eins þvottavél, ísskápur, blandari, brauðrist, hrísgrjónapottur, einföld kaffivél, ryksuga, örbylgjuofn og fleira.
Ef þú ert óviss um hvort eitthvað falli undir húsbúnaðarstyrkinn, þá geturðu leitað til starfsfólks á miðstöðvum.
Hver er upphæð styrksins?
Styrkurinn er tvíþættur: styrkur til að kaupa almennan húsbúnað og styrkur til að kaupa raftæki. Til að kaupa húsbúnað getur þú fengið allt að 100.000 kr., og þau sem hafa börn á framfæri geta fengið allt að 50.000 kr. aukalega vegna hvers barns. Styrkur til að kaupa raftæki er að hámarki 100.000 kr.
Hvernig sæki ég um?
Sótt er um styrkinn á miðstöð. Mikilvægt er að umsóknin sé samþykkt áður en kaup eiga sér stað. Styrkurinn er aðeins veittur einu sinni.
Hvað gerist svo?
Eftir að umsóknin hefur verið samþykkt getur þú fengið endurgreiðslu kostnaðar vegna húsbúnaðar eða raftækja sem falla undir skilgreininguna nauðsynleg heimilistæki (sjá hér að ofan). Athugið að kennitalan þín (styrkhafa) þarf að koma fram á öllum kvittunum til að fá endurgreiðslu. Eingöngu er tekið við kvittunum frá viðurkenndum verslunum.
Afrit af kvittuninni (til dæmis mynd) sendir þú með tölvupósti á netfang þinnar miðstöðvar. Í tölvupóstinum þarf að koma fram fullt nafn og kennitala.
Þegar starfsfólk hefur staðfest að kaupin uppfylla skilyrði er styrkurinn greiddur inn á reikninginn þinn.
Hvað viltu skoða næst?
- Ábyrgðaryfirlýsing vegna leiguhúsnæðis Ábyrgð á greiðslu tryggingar vegna leiguhúsnæðis.
- Sérstakur húsnæðisstuðningur flóttafólks Sérstök fjárhagsaðstoð vegna húsaleigu.
- Fjárhagsaðstoð fyrir flóttafólk Fjárhagslegur stuðningur þegar þörf er á.
- Menning og samfélag Samfélagsfræðsla og íslenskunámskeið, aðgengi að íslenskri menningu.