Að gerast dagforeldri
Langar þig að gerast dagforeldri? Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir rekstrarleyfi til daggæslu í heimahúsum.
Síminn þar er 540 0040 en hægt er að senda fyrirspurn einnig á netfang þeirra; gev@gev.is
Hvernig verð ég dagforeldri?
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi og hægt er að sækja um rekstrarleyfi hjá þeirri stofnun. Inni á mínum síðum er hægt að sjá hvers er krafist til þess að fá rekstrarleyfi til daggæslu í heimahúsum.
Þegar umsækjandi hefur sótt um leyfi til daggæslu hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála þá skráir viðkomandi sig á réttindanámskeið fyrir dagforeldra á Miðstöð símenntunar á suðurnesjum. Reykjavíkurborg greiðir helming námskeisgjalds ef viðkomandi fær leyfi til að starfa sem dagforeldri og starfar í Reykjavík.
Geta allir orðið dagforeldrar?
Ekki svo einfalt!
Það eru nokkur skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá starfsleyfi.
Uppfyllir þú eftirfarandi skilyrði?
Vera orðin 20 ára
Athugaðu að ef þú ert 65 ára eða eldri er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn.
Grunnnámskeið
Hafa lokið réttindanámskeiði eða hafa aðra menntun á sviði uppeldis-, kennslu og/eða félagsfræða.
Læknisvottorð
Skila læknisvottorði fyrir þig og fjölskyldu þína.
Sakavottorð
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála kallar eftir sakavottorði fyrir alla heimilismeðlimi 15 ára og eldri.
Eldvarnareftirlit
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála pantar úttekt vegna eldvarna hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.
Umsögn
Skila umsögn frá síðasta vinnuveitanda eða umsögn tveggja ábyrgra aðila.
Tóbaksvarnir
Virða lög um tóbaksvarnir. Reykingar og neysla annarra vímugjafa er óheimil á meðan dvöl barnanna stendur.
Leikrými
Bjóða upp á leikrými innanhúss fyrir hvert barn sem er að lágmarki 3 fermetrar.
Útiaðstaða
Bjóða upp á fullnægjandi og hættulausa útiaðstöðu.
Slysatrygging
Kaupa slysatryggingu innan mánaðar frá því þú færð leyfi hjá hagsmunafélagi dagforeldra eða hjá þínu tryggingafélagi.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Ef tveir dagforeldrar starfa saman þá þarf úttekt/starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.