Að gerast dagforeldri
Langar þig að gerast dagforeldri? Reykjavíkurborg veitir dagforeldrum starfsleyfi og sinnir eftirliti með starfseminni.
Hvernig verð ég dagforeldri?
Þú sækir um hjá þeirri þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar sem þú tilheyrir í tengslum við réttindanámskeið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar þegar þau eru auglýst.
Geta allir orðið dagforeldrar?
Ekki svo einfalt!
Það eru nokkur skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá starfsleyfi.

Uppfyllir þú eftirfarandi skilyrði?
Vera orðin 20 ára
Athugaðu að ef þú ert 65 ára eða eldri er leyfi aðeins veitt til eins árs í senn.
Grunnámskeið
Hafa lokið grunnámskeiði sem haldið er í samvinnu við Námsflokka Hafnarfjarðar eða hafa aðra menntun á sviði uppeldis-, kennslu og/eða félagsfræða.
Læknisvottorð
Skila læknisvottorði fyrir þig og fjölskyldu þína.
Sakavottorð
Skila sakavottorði fyrir þig og fjölskyldumeðlimi þína sem eru eldri en 18 ára.
Eldvarnareftirlit
Skila vottorði frá Eldvarnareftirlitinu.
Umsögn
Skila umsögn frá síðasta vinnuveitanda eða umsögn tveggja ábyrgra aðila.
Tóbaksvarnir
Virða lög um tóbaksvarnir. Reykingar og neysla annarra vímugjafa er óheimil á meðan dvöl barnanna stendur.
Leikrými
Bjóða upp á leikrými innanhúss fyrir hvert barn sem er að lágmarki 3 fermetrar.
Útiaðstaða
Bjóða upp á fullnægjandi og hættulausa útiaðstöðu.
Slysatrygging
Kaupa slysatryggingu innan mánaðar frá því þú færð leyfi.