Niðurgreiðsla vegna barna hjá dagforeldrum

Teikning af barni að reikna dæmi á hundinn sinn og ungabarn fylgist með.

Niðurgreiðsla af vistunargjaldi hjá dagforeldri ræðst af hjúskapar- og námsstöðu forsjáraðila. Niðurgreiðslan er greidd beint til dagforeldra. Það þýðir að reikningurinn sem berst frá dagforeldri er nú þegar með niðurgreiðslu og er sú upphæð sem forsjáraðilar þurfa að greiða úr eigin vasa.

Flokkur 1 - Giftir foreldrar, sambúðarfólk og annað foreldri í námi.

Flokkur 2 - Þeir sem hafa sótt um afslátt sem; Einstæðir foreldrar, báðir foreldrar í námi, annað eða báðir foreldrar öryrkjar eða á endurhæfingarlífeyri TR og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur.

Hærri niðurgreiðsla fyrir 18 mánaða og eldri

Frá og með deginum sem barn nær 18 mánaða aldri hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra og greiðsla forsjáraðila til dagforeldra lækkar. Forsjáraðilar ættu þá að greiða sama gjald og ef barn væri í leikskóla Reykjavíkurborgar. Gjaldskrá dagforeldra getur þó verið hærri ef veitt er umframþjónusta sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, hér er átt við umframþjónustu eins og t.d. bleyjur og sérfæði. 

Þú getur séð hver kostnaður forsjáraðila barna 18 mánaða og eldri er hjá dagforeldrum með því að skoða gjaldskrá leikskóla.