Niðurrif á húsnæði og asbesti

Teikning af byggingum, bíl, hjóli og hlaupahjóli.

Fyrir niðurrifi á húsnæði og asbesti þarf að skrá reksturinn á island.is en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur staðfestir skráninguna.

Leyfisferli

Verktakar sem sinna niðurrifi þurfa að skrá starfsemina á island.is, Heilbrigðiseftirlitið þarf að koma í úttekt á verkinu áður en það staðfestir skráninguna.

Byggingarfulltrúi þarf að samþykkja áform um að veita byggingarleyfi áður en heilbrigðiseftirlitið staðfestir skráninguna.

Niðurrif á asbesti

Asbest er að finna í mörgum húsum í Reykjavík, á ýmsu formi, frá því að vera í lími fyrir gólfflísar yfir í að vera þakklæðning.

  • Aðeins fagaðilar með réttindi til að meðhöndla asbest geta sótt um leyfi til að fjarlægja eða meðhöndla asbest. 
  • Skrá þarf starfsemina hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og sækja um leyfi hjá Vinnueftirliti ríkisins ef um er að ræða niðurrif, fjarlægingu eða meðhöndlun á asbesti.

Starfsskilyrði

Um niðurrif á húsnæði og asbesti gilda starfsskilyrði fyrir skráningarskylda starfsemi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

  • Borgartún 12, 105 Reykjavík
  • Þjónustuver 411 1111