Niðurrif á húsnæði og asbesti

""

Fyrir niðurrifi á húsnæði og asbesti þarf að sækja um tímabundið starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Leyfisferli

Umsókn um niðurrif frá verktaka þarf að skila til Heilbrigðiseftirlitsins. Þegar umsókn um starfsleyfi er móttekin kemur heilbrigðiseftirlitið í úttekt á húsnæðinu/verkinu og setur drög að starfsleyfi í auglýsingu. 

Vakin er athygli á því að fjögurra vikna auglýsingatími er á starfsleyfum fyrir niðurrif. Að loknum fjögurra vikna auglýsingatíma getur heilbrigðiseftirlitið veitt tímabundið starfsleyfi.

Ef flýtimeðferð er nauðsynleg og brýnar ástæður fyrir hendi er hægt að sækja um og mögulega fá tímabundna undanþágu frá umsóttu starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (uar@uar.is)

  • Byggingarfulltrúi þarf að samþykkja áform um að veita byggingarleyfi áður en heilbrigðiseftirlitið getur veitt starfsleyfi fyrir niðurrifi á mannvirki.
  • Undirrituð umsókn sendist til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Borgartún 12-14, 105 Reykjavík eða afrit af umsókninni til heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is.

Niðurrif á asbesti

Asbest er að finna í mörgum húsum í Reykjavík, á ýmsu formi, frá því að vera í lími fyrir gólfflísar yfir í að vera þakklæðning.

  • Aðeins fagaðilar með réttindi til að meðhöndla asbest geta sótt um leyfi til að fjarlægja eða meðhöndla asbest. 
  • Sækja þarf um tímabundið starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og leyfi hjá Vinnueftirliti ríkisins ef um er að ræða niðurrif, fjarlægingu eða meðhöndlun á asbesti.