Byggingarleyfi - leiðbeiningar

Teikning af húsum, bílum og hjóli.

Ert þú að sækja um byggingarleyfi? Hér finnur þú leiðbeiningar og hagnýtar upplýsingar fyrir umsóknarferlið, skref fyrir skref. Umsóknin sjálf fer fram í gegnum umsóknarviðmót byggingarleyfa.

Undirbúningur

Sótt er um byggingarleyfi í gegnum umsóknarviðmót byggingarleyfa. Athugið að hagaðilar svosem eigandi, hönnuður og byggingarstjóri þurfa að staðfesta umsóknina með rafrænum skilríkjum.

Áður en þú byrjar skaltu hafa eftirfarandi við höndina:

  • Upplýsingar um verkið.
  • Upplýsingar um hönnunarstjóra og aðalhönnuð (nafn, kennitala og netfang).
  • Upplýsingar um greiðanda og eigendur (nafn, kennitala og netfang).
  • Aðaluppdrætti og viðeigandi fylgigögn.

Upplýsingar um fasteign

  • Athugið hvort skráning á húsnæði sé rétt. Í umsóknarviðmótinu er einungis hægt að velja nákvæma eign svo taka þarf sérstaklega fram ef um stærri hluta er að ræða í lýsingarglugga.

Fylgigögn

  • Veljið lýsandi heiti á skjalið.
  • Hugið að gæðum og upplausn skjala.
  • Það þarf ekki að skila undirrituðum aðaluppdráttum á þessu stigi. Rafræn innsiglun fer fram eftir samþykki byggingarfulltrúa.
  • Ef við á þarf brunastimpill að vera til staðar.
  • Þegar teikningum er skipt út eftir frestun á máli þarf að skila öllum teikingapakkanum ásamt teikningaskrá þar sem teikninganúmer, dagsetning og breytingarsaga koma fram. Útskiptum gögnum er skilað inn á sama hátt. 
  • Séruppdráttum er einnig skilað inn á sama hátt en undirritun hönnunarstjóra og hönnuða þarf þá að vera til staðar. Undirritun getur verið rafrænn stimpill eða vatnsmerki.

    Fylgigögn og nýjar umsóknir berast byggingarfulltrúa daginn eftir rafræn skil.  

Lokaskref

Umsækjandi fær staðfestingu með tölvupósti þegar umsókn er send. Þegar byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn berst staðfestingarpóstur með málnúmeri. Málið er tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þegar öll viðeigandi gögn hafa borist og yfirferð verkefnastjóra er lokið.

Breytingar á aðaluppdráttum

Þegar umsókn hefur verið samþykkt er hægt að sækja um breytingar á aðaluppdráttum í umsóknarviðmóti byggingarleyfa. 

Greitt er lágmarksgjald samkvæmt gjaldskrá byggingarfulltrúa.