Byggingarleyfi - leiðbeiningar

Teikning af húsum, bílum og hjóli.

Ert þú að sækja um byggingarleyfi? Hér finnur þú leiðbeiningar og hagnýtar upplýsingar fyrir umsóknarferlið, skref fyrir skref. Umsóknin sjálf fer fram í gegnum umsóknargátt HMS.

Undirbúningur

Sótt er um byggingarleyfi á Mínum síðum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Áður en þú byrjar skaltu hafa eftirfarandi við höndina:

  • Upplýsingar um verkið.
  • Upplýsingar um hönnunarstjóra og aðalhönnuð (nafn, kennitala og netfang).
  • Upplýsingar um greiðanda/eigenda (nafn, kennitala og netfang).
  • Aðaluppdrætti og viðeigandi fylgigögn.