Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð var stofnað á fundi borgarstjórnar 7. júní 2022. Ráðið fer með umhverfis-, skipulags-, samgöngu- og byggingarmál og er í flokki I skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. 

Ráðið tók við verkefnum skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs, starfar samkvæmt samþykktum þeirra þar til ný samþykkt fyrir ráðið liggur fyrir og fer jafnframt með viðeigandi fullnaðarafgreiðsluheimildir.

Formaður ráðsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir.