Stjórn Félagsbústaða

Teikning af fólki tala saman og vinna við skrifborð.

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í desember 1996 að stofna hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar.

Ákvörðunin var tekin í framhaldi af skýrslu sem Þórarinn Magnússon, verkfræðingur, hafði unnið fyrir borgina að beiðni borgarstjóra um rekstrarform félagslegs leiguhúsnæðis í borginni og var starfshópi, sem áður hafði unnið að sölu borgareigna falið að undirbúa stofnun félagsins.

Félagsbústaðir hf. voru stofnaðir 8. apríl 1997 og var byggt á norrænni reynslu af sambærilegum rekstri. Fyrirtækið er nær alfarið í eigu borgarsjóðs, en velferðarsvið Reykjavíkur er skráð fyrir óverulegum hlut.

Í stjórn Félagsbústaða sitja Haraldur Flosi Tryggvason, formaður, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Kjartan Magnússon og Ragnheiður Björk Halldórsdóttir.