Gjaldskylda

Teikning af persónu sem les blaðið og hjólar á hundrað krónu peningi..

Það kostar ekki alltaf það sama að leggja bílnum. Í Reykjavík eru fjögur mismunandi gjaldsvæði og verðlagning og gjaldskyldutími mismunandi. Svæðin eru P1, P2, P3 og P4. Hægt er að greiða í stöðumæla eða skrá bifreið í greiðsluapp að eigin vali til að greiða fyrir stæðið. 

Hvað kostar að leggja bílnum?

P1 

  • 600 krónur á klukkustund.
  • 9–21 virka daga og 10–21 laugardaga og sunnudaga 
  • Hámarkstími er 3 klst.

P2

  • 220 krónur á klukkustund.
  • 9–21 virka daga og 10–21 laugardaga og sunnudaga

P3

  • 220 krónur á klukkustund fyrstu tvær klukkustundirnar. Eftir það 65 krónur.
  • 9–18 virka daga 

P4

  • 220 krónur á klukkustund.
  • 8–16 virka daga.

Er gjaldskylda á lögbundnum frídögum?

Ekki er gjaldskylda á eftirfarandi dögum:

nýársdagur, skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar í hvítasunnu, 17. júní, frídagur verslunarmanna, jóladagur, annar í jólum.

Gjaldsvæðin í borginni

Eftirfarandi reglur gilda um gjaldsvæðin í borginni:

  • Miðar keyptir á gjaldsvæði 1 gilda á öllum gjaldsvæðum
  • Miðar keyptir á gjaldsvæði 2 gilda á gjaldsvæðum 2,3 og 4
  • Miðar keyptir á gjaldsvæði 3 gilda einungis á gjaldsvæði 3
  • Miðar keyptir á gjaldsvæði 4 gilda einungis á gjaldsvæði 4
  • Íbúakort gildir ekki á gjaldsvæðum eitt (rautt) og fjögur (appelsínugult).
Kortið hér að neðan sýnir gróflega skiptingu gjaldsvæða í borginni. Ef kortinu og merkingum á mælum ber ekki saman eru það merkingar á mælunum sem gilda. Einnig ef það eru tímabundnar lokanir á stæðum vegna göngugatna, sumargatna, framkvæmda og fleira, þá eru það umferðarmerkingar á staðnum sem gilda.

Skýringar á litamerkingum á korti:

  • Rautt - Gjaldsvæði 1
  • Ljósrautt - Gjaldsvæði 1 (íbúakort gilda)
  • Blátt - Gjaldsvæði 2
  • Grænt - Gjaldsvæði 3
  • Appelsínugult - Gjaldsvæði 4

Greiðsluleiðir

Þú getur bæði borgað í stöðumælum með mynt, korti og símum og með rafrænum greiðsluleiðum (öppum). Í nokkrum stöðumælum er ekki hægt að greiða með mynt en þá vísað á næsta stöðumæli á sama gjaldsvæði.

Teikning af börnum skrifa á sofandi hund.

Bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk

Fólk með skerta hreyfigetu sem á erfitt með að komast til og frá almennum bílastæðum getur átt rétt á stæðiskorti. Með stæðiskorti er hægt að leggja í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða og leggja án endurgjalds í gjaldskyld útistæði, auk þess sem það gefur heimild til að leggja án endurgjalds í bílahús á vegum Reykjavíkurborgar.

Teikning af bíl. Út um rúðuna er hönd sem heldur á ís og kringum bílinn eru nótur.