Jafnlaunakerfi
Reykjavíkurborg, stærsti vinnuveitandi landsins, hlaut jafnlaunavottun í desember 2019 og hefur síðan staðist viðhaldsúttektir. Með viðhaldsúttektum hefur verið staðfest að jafnlaunakerfi Reykjavíkurborgar er virkt og stenst kröfur staðalsins ÍST 85:2012.
Áhersla á jafnrétti
Í jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar kemur fram að allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skuli njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf.
Síðastliðin ár hefur verið unnið markvisst að því að eyða kynbundnum launamun á vettvangi borgarinnar. Leiðréttur launamunur kynjanna hjá Reykjavíkurborg mældist 0.1% í greiningu á kynbundnum launamun fyrir árið 2023.
Erindi til nefndar um jafnlaunakerfi vegna jafnlaunamála
Hjá Reykjavíkurborg starfar nefnd um jafnlaunakerfi sem móttekur, afgreiðir og skjalfestir erindi vegna jafnlaunakerfisins og jafnlaunamála og er aðilum sem vilja leita til nefndarinnar bent á að fylla út eyðublað.
Launagreiningar og þróun kynbundins launamunar
Launagreiningar eru framkvæmdar árlega til að mæla kynbundinn launamun. Á mynd hér fyrir neðan má sjá þróun kynbundins launamunar hjá Reykjavíkurborg eftir árum.
Samræmdar tölur um þróun kynbundins launamunar á heildarlaunum starfsfólks Reykjavíkurborgar árin 1995–2023.