Ertu í leit að starfi?

""

Afleysingastofa býður upp á sveigjanlegan vinnutíma á fjölbreyttum starfsstöðum Reykjavíkurborgar.

Í dag leitar Afleysingastofa sérstaklega eftir starfsfólki á leikskóla en einnig er óskað eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu.

Hvernig sæki ég um?

Þú sækir um starf hjá Afleysingastofu hér að ofan. Haft verður samband við þig ef þú kemur til greina og þér boðið að koma í viðtal.

Hæfniskröfur

 • Áhugi á að starfa með fólki
 • Vera tilbúin/n að koma inn á ólíka starfsstaði með stuttum fyrirvara
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Íslenska B1 skv. samevrópska tungumálarammanum
 • Hrein sakaskrá

Hvað fæ ég?

 • Starf þar sem þú stýrir sjálfur þínum vinnutíma
 • Tækifæri til þess að kynnast nýju starfsumhverfi 
 • Sundkort, heilsuræktarstyrk og menningarkort 
 • Tengingu við atvinnulífið
 • Endurgjöf á starf þitt

Við leggjum áherslu á:

 • Að skapa áhugavert og hvetjandi starfsumhverfi
 • Að starfið veiti góða reynslu fyrir fólk sem hefur áhuga á samskiptum og skapandi starfi
 • Að allir starfsmenn fái að njóta sín í starfi 

Markmið Afleysingastofu

Markmiðið er að stuðla að meiri fjölbreytileika í ráðningum og fara nýjar leiðir í mönnun á starfsstöðum Reykjavíkurborgar. Starfsstöðum gefst tækifæri til þess að ráða í afleysingu í tímabundin störf til þess að bregðast við ófyrirséðum og fyrirséðum forföllum.

Fyrirkomulagið skapar sveigjanleika fyrir þá einstaklinga sem vilja tímabundin, breytileg störf og/ eða þurfa mikinn sveigjanleika á vinnutíma. Þetta gefur einnig einstaklingum tækifæri til þess að kynnast nýjum störfum án þess að skuldbinda sig til lengri tíma.

Afleysingastofa er nýjung hjá Reykjavíkurborg og er að norrænni fyrirmynd.

Hafa samband

Nánari upplýsingar um Afleysingastofu má nálgast hjá afleysingastofa@reykjavik.is.