Hlunnindi starfsfólks

Það er almenn regla að þegar starfsfólk er ráðið til starfa hjá Reykjavíkurborg fer næsti yfirmaður yfir þau hlunnindi sem starfsfólki standa til boða.

Frítt í sund með ÍTR kortinu

ÍTR kortið veitir ókeypis aðgang að Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Laugardalslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Vesturbæjarlaug.

 

Kortið er hægt að sækja um eftir einn mánuð í starfi svo framarlega að starfsmaður sé með 3 mánaða ráðningarsamning á föstum mánaðarlaunum eða tímakaup í 6 mánuði.

Bókasafnskort og frítt á söfn með menningarkortinu

Menningarkortið veitir ókeypis aðgang að öllum helstu söfnum Reykjavíkurborgar. Kortið veitir aðgang að Kjarvalsstöðum, Hafnarhúsinu, Ásmundarsafni, Árbæjarsafni, Landnámssýningunni, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu og öllum útibúum Borgarbókasafnsins.

 

Hægt er að sækja um menningarkortið eftir einn mánuð í starfi svo framarlega að að starfsmaður sé með 3 mánaða föst mánaðarlaun eða tímakaup í 6 mánuði.

Samgöngusamningur

Starfsmenn sem ferðast ekki með einkabíl í vinnuna eiga rétt á að sækja um samgöngustyrk sem greiddur er út mánaðarlega.

Heilsuræktarstyrkur

Þegar þú hefur starfað í 6 mánuði átt þú rétt á heilsuræktarstyrk. Þau sem eru í fullu starfi geta fengið 16.000 kr. árlega sem styrk uppí greiðslur til heilsuræktar.