Heilsutengd hlunnindi starfsfólks
Í samræmi við heilsustefnu vinnustaðarins Reykjavíkurborgar eru í boði ákveðin heilsutengd hlunnindi fyrir starfsfólk. Eftirfarandi heilsutengd hlunnindi eru í boði núna:
Frítt í sund með sundkortinu
Sundkort veitir starfsfólki Reykjavíkurborgar ókeypis aðgang í sund í Árbæjarlaug, Breiðholtslaug,
Dalslaug, Grafarvogslaug, Laugardalslaug, Klébergslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Vesturbæjarlaug.
Hægt er að sækja um sundkort eftir einn mánuð í starfi, svo framarlega sem starfsmaður sé með 3
mánaða ráðningarsamning á föstum mánaðarlaunum eða samning um tímakaup í 6 mánuði.
Menningarkort veitir aðgang að söfnum og bókasöfnum
Menningarkortið veitir ókeypis aðgang að öllum helstu söfnum Reykjavíkurborgar. Kortið veitir aðgang að Kjarvalsstöðum, Hafnarhúsinu, Ásmundarsafni, Árbæjarsafni, Landnámssýningunni, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu.
Menningarkortið er um leið bókasafnskort sem gildir í öllum söfnum Borgarbókasafnsins.
Hægt er að sækja um menningarkortið eftir einn mánuð í starfi svo framarlega sem starfsmaður er með 3 mánaða föst mánaðarlaun eða tímakaup í 6 mánuði.
Samgöngusamningur tryggir samgöngustyrk
Starfsfólk sem ferðast ekki með einkabíl í vinnuna minnst 80% vinnudaga sinna að meðaltali á rétt á að
sækja um samgöngustyrk. Styrkurinn getur orðið allt að 7.500 kr. á mánuði.
Hægt er að gera samgöngusamning strax við undirritun ráðningarsamnings.
Heilsuræktarstyrkur til að styðja við hreyfingu
Heilsuræktarstyrkir eru veittir til heilsuræktar hjá líkamsræktarstöðvum, íþróttafélögum og öðrum aðilum sem bjóða upp á reglubundna heilsurækt. Dæmi um heilsurækt sem er styrkt eru: jóga, dans, golfnámskeið, karate, árskort á skíði og fleira.
Starfsfólk í fullu starfi getur fengið 28.000 kr. árlega, og þau sem eru í lægra starfshlutfalli fá hlutfall af styrknum. Starfsfólk í reglubundinni tímavinnu getur fengið 5.000 kr. í styrk.
Hægt er að sækja um heilsuræktarstyrkinn eftir í 6 mánuði í starfi. Hægt er að senda inn gögn hvenær sem er á árinu, og er miðað við að 12 mánuðir líði á milli styrkja. Greiðslur fylgja launaútborgun og koma fram á launaseðli.
Aðgangur að stuðnings- og ráðgjafateymi
Reykjavíkurborg býður starfsfólki sínu aðgang að stuðnings- og ráðgjafaúrræði sem snýr að eflingu á andlegri og félagslegri líðan.
Meginhlutverk teymisins er að bjóða starfsfólki einstaklingsviðtöl, en einnig sinnir teymið forvörnum, meðal annars með fræðslu og upplýsingamiðlun varðandi andlega heilsu og félagslega líðan.
Almenna viðmiðið er að í boði eru 1-4 samtöl við ráðgjafa fyrir hvern starfsmann sem þess óskar.
Hvernig sæki ég um?
Nánari upplýsingar um þessi heilsutengdu hlunnindi og hvernig sótt er um þau er að finna á Fróða – innri vef Reykjavíkurborgar.