Starfsvottorð

""

Starfsvottorð er staðfesting núverandi eða fyrri vinnuveitanda á starfsferli starfsfólks. Sótt er um starfsvottorð frá Reykjavíkurborg á vefsvæði sem krefst rafrænnar auðkenningar umsækjanda.

Upplýsingar um starfsferil

Hvar get ég nálgast upplýsingar um starfsferil minn hjá Reykjavíkurborg?

  • Þú skráir þig inn á þjónustuvef til að senda beiðni um starfsvottorð.
  • Nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til auðkenningar.
  • Miða skal upplýsingarnar við síðasta vinnustað hjá Reykjavíkurborg.
  • Vottorðið nálgast þú svo á þínu svæði á www.island.is.
Athugið að afgreiðslutími starfsvottorða getur verið mjög misjafn, allt eftir hversu langt aftur í tímann þarf að leita upplýsinga.
 

Hvað er starfsvottorð?

Starfsvottorð er staðfesting fyrri vinnuveitanda á þeim starfstíma og starfsheiti sem starfsmaður sinnti. Þau eru meðal annars notuð til að staðfesta reynslu og starfsaldur einstaklinga.

 

Starfsvottorð frá öðrum vinnuveitendum geta því haft áhrif á álag á laun starfsmanns til hækkunar og veikindarétt (vinna hjá sveitafélögum eða ríki).

""