Starfsvottorð
![Teikning af tveimur konum að skrifa á blað.](/sites/default/files/hanna_illustrations/atvinna2.png)
Starfsvottorð er staðfesting núverandi eða fyrri vinnuveitanda á starfsferli starfsfólks.
Hvað er starfsvottorð?
Starfsvottorð er staðfesting fyrri vinnuveitanda á þeim starfstíma og starfsheiti sem starfsmaður sinnti. Þau eru meðal annars notuð til að staðfesta reynslu og starfsaldur einstaklinga.
Starfsvottorð frá öðrum vinnuveitendum geta því haft áhrif á álag á laun starfsmanns til hækkunar og veikindarétt (vinna hjá sveitafélögum eða ríki).
![Teikning af konu og barni á göngustíg.](/sites/default/files/hanna_illustrations/verlsa.png)