Ævintýraborg við Vörðuskóla

Í undirbúningi

Barónsstígur 34
101 Reykjavík

Tölvuteiknuð mynd af börnum á leiksvæði Ævintýraborgar

Um leikskólann

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Athugið að áætlaðar dagsetningar um verklok geta breyst, þar sem þættir á borð við aðgengi að aðföngum, afleiðingar heimsfaraldurs og ófriðar á alþjóðavettvangi geta haft áhrif á framgang framkvæmda.  Ennfremur getur ráðningarstaða haft áhrif á tímasetningar varðandi inntöku barna.

Framkvæmd

Leikskólinn Ævintýraborg við Barónsstíg verður fimm deilda leikskóli með 75 börn frá 12 mánaða aldri. Áætlað er að leikskólinn taki til starfa 2024.

 

Hugmyndafræði

Leikskólinn er nýr og er hugmyndafræði og stefna hans í mótun. Hugmyndin er að vinna í grunninn með áherslur á skapandi starf, flæði og umhverfið sem þriðja kennarann, ásamt könnunarleik.

Lögð er áhersla á að virkja áhugahvöt barnsins og þá um leið að hvetja það  til uppgötvunar, leiks og skilnings á hvernig hver hlutur tekur við af öðrum. 

 

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Leikskólastjóri Anna Ben Blöndal.