Ævintýraborg við Barónsstíg

Í undirbúningi

Barónsstígur 34
101 Reykjavík

Tölvuteiknuð mynd af börnum á leiksvæði Ævintýraborgar

Um leikskólann

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Leikskólastjóri Anna Ben. Blöndal. 

Athugið að áætlaðar dagsetningar um verklok geta breyst, þar sem þættir á borð við aðgengi að aðföngum, afleiðingar heimsfaraldurs og ófriðar á alþjóðavettvangi geta haft áhrif á framgang framkvæmda.  Ennfremur getur ráðningarstaða haft áhrif á tímasetningar varðandi inntöku barna.

Framkvæmd

Ungbarnaleikskólinn Ævintýraborg við Barónsstíg verður fjögurra deilda leikskóli með 90 börn á aldrinum 12 mánaða til þriggja ára. Áætlað er að leikskólinn taki til starfa 2023.

 

Hugmyndafræði

Leikskólinn er nýr og er hugmyndafræði og stefna hans í mótun. Hugmyndin er að vinna í grunninn með áherslur á skapandi starf, flæði og umhverfið sem þriðja kennarann, ásamt könnunarleik.

Lögð er áhersla á að virkja áhugahvöt barnsins og þá um leið að hvetja það  til uppgötvunar, leiks og skilnings á hvernig hver hlutur tekur við af öðrum. 

 

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Leikskólastjóri Anna Ben Blöndal.