Fræðsla í Vinnuskólanum

Vinnuskólinn er í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem rekin er af Hinu húsinu í Reykjavík. Fræðarar Jafningafræðslunnar koma inn í alla 9. og 10. bekkjar hópa með fjölbreytta forvarnafræðslu. Fræðslan snýr að margvíslegum málefnum í gegnum umræður og hópeflisleiki þar sem meðal annars er leitast við að efla sjálfsmynd unglinganna.

Grænfánastarf

Mikil áhersla er lögð á umhverfismál í Vinnuskólanum. Vinnuskólinn er þátttakandi í alþjóðlega verkefninu Skólar á grænni grein sem Landvernd heldur utan um hér á Íslandi. Verkefninu er ætlað að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólanum. Grænir fræðsluleiðbeinendur starfa í hverju hverfi og fara á milli hópa og kynna nemendum umhverfismál með fjölbreyttum hætti. 

Vinnuskólanum hefur flaggað Grænfánanum frá 2008 en hann er viðurkenning fyrir góðan árangur í starfinu.

Jafningjafræðsla Hins hússins

Vinnuskólinn er í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem rekin er af Hinu húsinu í Reykjavík. Fræðarar Jafningjafræðslunnar koma inn í alla 9. og 10. bekkjar hópa með fjölbreytta forvarnafræðslu.

Fræðslan snýr að margvíslegum málefnum í gegnum umræður og hópeflisleiki þar sem meðal annars er leitast við að efla sjálfsmynd unglinganna.

Sjávarútvegsskólinn

Sjávarútvegsskólinn er verkefni sem rekið er af Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri í samstarfi við vinnuskóla og sjávarútvegsfyrirtæki. Sumarið 2020 gekk Vinnuskóli Reykjavíkur til þess samstarfs og bauðst nemendum úr 10. bekk að sækja um þátttöku. Verkefnið gekk vel og er stefnt að því að bjóða upp á það aftur 2021.