Skráning í Vinnuskólann
Foreldrar skrá sína unglinga í vinnuskólann í gegnum þar til gert skráningarform. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki eða Íslykil. Allir nemendur úr 8. 9. og 10. bekkjum sem skráðir eru fá vinnu.
Gögn fyrir skráningu
- Rafræn skilríki
Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki geturðu haft samband við skrifstofu Vinnuskólans. - Reikningsnúmer
Mikilvægt er að reikningur í nafni unglingsins sé til staðar en án hans er ekki hægt að ljúka skráningu. Athugið að ekki er æskilegt að nota lokaða framtíðarreikninga sem launareikninga. - Netföng
Það er gott að gefa upp það netfang sem mest er notað upp á samskipti fyrir sumarið. Það er gott ef þú getur kannað hvaða netfang þinn unglingur notar mest því við sendum út spurningakannanir síðari hluta sumars.
Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga við skráningu
- Bankareikningsnúmer viðkomandi unglings er nauðsynlegt til að tryggt sé að hægt verði að greiða laun á réttum tíma.
- Netföng bæði nemanda og foreldris/forráðaaðila. Það er gott að hafa í huga að skólanetföng nemenda úr 10. bekk lokast að skólaárinu loknu og því ekki hægt að notast við þau.
- Þörf fyrir stuðning, sérúrræði eða aðrar þarfir er hægt að skrá ef foreldri telur þörf á.
Við viljum vekja athygli á eftirfarandi atriðum sem töluvert er spurt um
- Nemendur koma til með að vinna með öðrum úr sama skóla, en ekki er hægt að tryggja að vinkonur eða vinir raðist saman í hóp.
- Það er hægt að fá leyfi á því starfstímabili sem nemandi starfar á en ekki er hægt að vinna upp tapaðan starfstíma.
- Það er ekki í boði að starfa eingöngu fyrir eða eftir hádegi (á við um nemendur úr 8. bekk).
- Störf utan hefðbundinna vinnuskólahópa eru á ábyrgð viðkomandi starfsstaða en ef spurningar vakna er öllum velkomið að hafa samband við okkur.
Sérþarfir og óskir
Í skráningarferlinu er gluggi merktur „annað“ þar sem við biðjum ykkur um að fylla inn upplýsingar um sérþarfir nemanda, heilsufar (einkum ef það getur haft áhrif á starfsgetu nemanda) og loks er hægt að bæta við öðrum athugasemdum sem þið viljið koma til skila.
Störf utan hefðbundins hópastarfs
Vinnuskólinn býður fyrst og fremst upp á hefðbundin umhirðustörf en á því eru nokkrar undantekningar. Skólinn er í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög í borginni sem taka til sín nemendur úr 9. og 10. bekkjum sem þau þekkja vel til. Þeir nemendur sinna aðstoð á leikjanámskeiðum eða við umhirðu á vallarsvæðum. Ýmsir starfsstaðir innan Reykjavíkurborgar taka við nemendum úr 10. bekk, einkum leikskólar og félagsmiðstöðvar taka til sín nokkra hópa í sértækt starf auk umhirðu.
- Skrá verður alla nemendur í Vinnuskólann óháð því hvar þeir koma til með að starfa því Vinnuskólinn greiðir launin.
- Vinnuskólinn tekur ekki ákvarðanir um það hvaða unglingar raðast í störf hjá íþróttafélögunum og því verður að leita til þeirra varðandi möguleika á starfi þar.
- Vinnuskólinn kemur hins vegar nemendum úr 10. bekk inn á starfsstaði borgarinnar ef/þegar hægt er. Rétt er að benda á að ekki er tryggt að allir sem óska eftir slíkum störfum komist að þar sem fjöldi starfanna er takmarkaður.
- Það er rétt fyrir foreldra að hafa samband við viðkomandi starfsstað varðandi fyrirspurnir sem snúa að starfinu en að sjálfsögðu er í lagi að hafa samband við Vinnuskólann þegar spurningar vakna.
Að skráningu lokinni
- Tölvupóstur með upplýsingum varðandi vinnu við skráningar verður sendur til þín að skráningu lokinni.
- Upplýsingar um niðurröðun í hópa verður að nálgast í skráningarkerfinu þegar niðurröðun er lokið í lok maí. Tilkynning verður send með tölvupósti.
- Allir sem skráðir eru fá starf.
Fleiri spurningar?
Sendið fyrirspurnir á vinnuskoli@reykjavik.is
Ef þú lendir í vandræðum með skráningu þá er sjálfsagt að leita aðstoðar hjá Vinnuskólanum eða þjónustuveri borgarinnar í síma 411 1111.