Nemendur í Vinnuskólanum ræða útivistartíma
Um þessar mundir ræðir sérfræðingur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu við Vinnuskólanemendur um útivistartíma. Í morgun hitti hann Vinnuskólann í Hagaskóla.
Þriðjudaginn 10. júní hófu 2344 ungmenni störf í Vinnuskóla Reykjavíkur á 160 starfsstöðvum víðsvegar um borgina. Flest ungmennin starfa við garðyrkjustörf en tæplega 1000 þeirra starfa hjá leikskólum, frístundaheimilum, íþróttafélögum, skátunum og öðrum félagasamtökum innan borgarinnar. Samtals munu í heildina um 3500 nemendur starfa í Vinnuskólanum þetta sumarið og má því búast við að fjölmörg verkefni verði unnin fyrir borgina af metnaðarfullum ungmennum sem eru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði.
Í menntamálaráðuneytinu fer nú fram vinnan við að endurmeta barnaverndarlög og undir þau falla meðal annars lög um útivistartíma barna. Gísli Ólafsson sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu kom í Hagaskóla í dag 19. júní og ræddi við nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur í 8.-10. bekk .
Rætt er við alla hagaðila að þessum lögum um hvort þau séu að hafa þau áhrif sem þau eiga að hafa eða hvort það sé tilefni til að endurskoða þau. „Hluti af þeirri vinnu er að ræða við hópa af börnum um þeirra upplifun af lögunum,“ segir Gísli.
Nemendur Vinnuskólans lögðu sitt fram. Þau virtust nokkuð sátt við útivistartímann en fyrir þau yngri má vera úti til 10 á sumrin og 8 í skammdeginu. Þau eldri geta verið úti til miðnættis á sumrin og til 10 á sumrin án þess að vera í fylgd með fullorðnum.
Þau ræddu efnið út frá ýmsum sjónarhornum. Þau nefndu dæmi um að þessi takmörk gætu bundið enda á leiki eins og fótbolta seint á kvöldin en svo var líka hægt að nefna dæmi þar sem þau gætu bara drifið sig heim og verið hvíldinni fegin.
Leiðbeinendur þeirra eru í Vinnuskólanum eru Hrafnhildur María, Tómas Haukur og Anna Camilla.