Akstursþjónusta fatlaðs fólks | Reykjavíkurborg

Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Markmið með þjónustunni er að gera fötluðu fólki, sem ekki getur komist ferða sinna með öðru móti, kleift að sækja og stunda atvinnu, nám og tómstundir.

Skilyrði sem þarf að uppfylla:

 • Eiga lögheimili í Reykjavík.
 • Vera með fötlun í skilningi 2. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.
 • Eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum:
  • Vera hreyfihamlaður og nota hjólastól. Hreyfihömlun þarf að vera varanleg eða hafa varað í þrjá mánuði eða lengur.
  • Vera blindur.
  • Geta ekki notað almenningssamgöngur vegna annarrar langvarandi fötlunar.

Einstaklingar sem hafa fengið eftirfarandi styrki uppfylla ekki skilyrði:

 • Niðurgreidd akstursþjónusta frá öðrum aðilum eða réttur á akstri samkvæmt öðrum lögum, reglugerðum eða reglum.
 • Styrkur til bifreiðakaupa eða til reksturs bifreiðar frá Tryggingastofnun ríkisins.

Ný umsókn

Hægt er að sækja um akstursþjónustu með því að fylla út rafræna umsókn eða með því að skila útfylltri og útprentaðri umsókn á þjónustumiðstöð eða í þjónustuver Reykjavíkurborgar.

Endurnýjun umsóknar

Umsókn er endurnýjuð með því að fylla út rafræna umsókn eða með því að skila útfylltri og útprentaðri umsókn á þjónustumiðstöð eða í þjónustuver Reykjavíkurborgar.

Akstursþjónusta fyrir börn og ungmenni í námi

 • Akstursþjónustan tekur ekki til skólaaksturs í grunnskóla. Með skólaakstri er átt við allan akstur á skólatíma, þ.m.t. lengd viðvera. Sótt er um skólaakstur í grunnskóla barnsins.
 • Forsjáraðilar geta sótt um akstursþjónustu fyrir börn, t.d. vegna tómstunda, læknisheimsókna eða sjúkraþjálfunar.
 • Börn yngri en sex ára verða alltaf að vera í fylgd fullorðins einstaklings. Þurfi barn bílstól er það á ábyrgð forsjáraðila að útvega hann.
 • Fötluð ungmenni í framhalds- eða háskóla geta sótt um nemakort á þjónustumiðstöð í sínu hverfi. 
  • Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á skólavist.
  • Nemakort fyrir 16-17 ára kosta 19.900 krónur á ári. 
  • Nemakort fyrir 18 ára og eldri kosta 46.700 krónur á ári.

 Mat á umsókn

 • Umsókn er metin á grundvelli möguleika umsækjanda til að nýta sér almenningssamgöngur og/eða aðra ferðamöguleika.
 • Viðmið um ferðafjölda taka mið af þörfum hvers og eins.
 • Umsókn eru metin eftir aðstæðum umsækjanda. Umsókn gildir að hámarki í tvö ár. Ef um varanlega hreyfihömlun er að ræða má samþykkja umsókn ótímabundið. 
 • Við mat á umsókn eru skoðaðar upplýsingar frá Tryggingastofnun um hvort umsækjandi hafi fengið styrk til bifreiðakaupa eða reksturs bifreiðar.

Fylgigögn

 • Læknisvottorð.
 • Greining á fötlun (t.d. frá Greiningarstöð ríkisins eða Landspítala).
 • Velferðarsviði er heimilt að óska eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda með hans samþykki. 

Samþykkt eða synjun

 • Umsækjandi fær skriflega tilkynningu um samþykkt eða synjun. Svör við rafrænum umsóknum eru birt á umsóknargátt akstursþjónustu.
 • Eftir samþykkt hefur umsækjandi beint samband við Akstursþjónustu Strætó sem sér um framkvæmd þjónustunnar. 
 • Ef umsókn er synjað fær umsækjandi svarbréf með rökstuðningi. 
   

Spurningum og athugasemdum um meðferð umsókna má beina til þjónustumiðstöðva, senda í tölvupósti á akstur@reykjavik.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu velferðarsviðs.

Athugasemdir varðandi framkvæmd þjónustunnar fara í gegnum vef Akstursþjónustu Strætó, eða í síma 540 2727.

 

Sýna allt Loka öllu

Íbúa Reykjavíkurborgar sem eru með fötlun í skilningi 2. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Einnig þarf að uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum:

 • Vera hreyfihamlaður og nota hjólastól. Hreyfihömlun þarf að vera varanleg eða hafa varað í þrjá mánuði eða lengur.
 • Vera lögblindur skv. skilgreiningu Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
 • Geta ekki notað almenningssamgöngur vegna annarrar langvarandi fötlunar.


Einstaklingar sem hafa fengið eftirfarandi styrki uppfylla ekki skilyrði:

 • Niðurgreidd akstursþjónusta frá öðrum aðilum eða réttur á akstri samkvæmt öðrum lögum, reglugerðum eða reglum.
 • Styrkur til bifreiðakaupa eða til reksturs bifreiðar frá Tryggingastofnun ríkisins.
 • Ökutæki, ökumenn og aðrir starfsmenn sem koma að akstursþjónustu fatlaðs fólks eiga að uppfylla ákvæði gildandi laga og reglugerða um starfsemina auk þess að fara eftir  leiðbeiningum velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
 • Ökumenn sem sinna þjónustunni hafa aukin ökuréttindi og hafa sótt skyndihjálparnámskeið og önnur þau námskeið sem sérstaklega eru ætluð ökumönnum fólksflutningabifreiða.
 • Ökumenn sitja reglulega námskeið um þjónustu við fatlað fólk..
 • Óheimilt er að ráða starfsmann til aksturs eða annarrar akstursþjónustu sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII., XXIII. eða XXIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum.
 • Allir ökumenn hafa skilað inn sakavottorði.

Nei. Alla jafna hafa einstaklingar sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa eða bensínstyrk frá Tryggingastofnun ekki rétt til akstursþjónustu. Starfsfólk þjónustumiðstöðva hefur heimild til að veita undanþágu frá þessari reglu í umboði velferðarráðs.

Já. Forsjáraðilar geta sótt um akstursþjónustu fyrir börn, t.d. vegna tómstunda, læknisheimsókna eða sjúkraþjálfunar.

Börn yngri en sex ára verða alltaf að vera í fylgd fullorðins einstaklings. Þurfi barn bílstól er það á ábyrgð forsjáraðila að útvega hann.

Akstursþjónustan tekur ekki til skólaaksturs í grunnskóla. Með skólaakstri er átt við allan akstur á skólatíma, þ.m.t. lengd viðvera. Sótt er um skólaakstur í grunnskóla barnsins.

Aldur hefur ekki áhrif á þjónustuna.

Enginn hámarksfjöldi er á ferðum í hverjum mánuði. Fjöldi ferða tekur mið af þörfum hvers og eins.

Nei. Þjónustusvæði akstursþjónustunnar er Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Garðabær.

Hægt er að nota akstursþjónustu í öðru sveitarfélagi. Þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda tekur við slíkum beiðnum. Samþykkt gildir að hámarki í þrjá mánuði.

Samþykkt umsókn gildir í allt að tvö ár. Ef hreyfihömlun er varanleg má samþykkja umsókn ótímabundið. Þjónustumiðstöð skal upplýsa notanda um að umsókn sé að renna úr gildi tveimur mánuðum fyrir lok gildistíma.

Umsókn er endurnýjuð í gegnum Mínar síður eða með því að skila útfylltri umsókn á þjónustumiðstöð eða í þjónustuver.

 • Alla virka daga frá kl. 6:30 til 1:00.
 • Laugardaga frá kl. 8:00 til 1:00.
 • Sunnudaga frá kl. 11:00 til 1:00.
 • Akstur á stórhátíðardögum er frá kl. 11:00 til 1:00. Aðfangadagur og gamlársdagur eru undanskildir þessari reglu, þá er þjónustan í boði kl. 11:00 til 17:00.

Nánari upplýsingar um ferðatilhögun er hægt að nálgast hjá Akstursþjónustu Strætó á vefsíðunni http://www.akstursthjonusta.is eða í símaveri Strætó í s. 540 2727.

Já. Heimilt er að hafa með sér einn aukafarþega og greiðir notandi þá sama gjald fyrir hann.

Börn undir sex ára aldri í fylgd með fötluðum foreldrum sem eru notendur akstursþjónustunnar greiða ekki fargjald.

Notendur undir sex ára aldri sem ferðast með fylgdarmanni greiða ekki fargjald fyrir fylgdarmanninn.

Geti einstaklingur ekki ferðast einn að mati velferðarsviðs skal aðstoðarmaður fylgja honum. Fyrir slíka aðstoðarmenn er ekki greitt fargjald.

Stök ferð kostar 230 kr. Hvert erindi til og frá áfangastað telst sem tvær ferðir.

Greitt er fyrir pantaðar ferðir þegar forföll hafa ekki verið tilkynnt. Afpöntun ferðar skal vera með sem mestum fyrirvara. Þegar afpantað er með minna en tveggja klst. fyrirvara er greitt fullt fargjald.

Nemakort er lækkað fargjald fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskóla sem gildir í eitt ár frá útgáfudegi

 • Sótt er um nemakort á þjónustumiðstöðvum.  
  • Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á skólavist.
  • Nemakort fyrir 16-17 ára kosta 19.900 krónur á ári.
  • Nemakort fyrir 18 ára og eldri kosta 46.700 krónur á ári.

Þá er sent skriflegt svar þar sem ákvörðun er rökstudd með vísan til viðeigandi ákvæða reglna um akstursþjónustu fatlaðs fólks.

Þar er jafnframt kynntur réttur umsækjanda til að fara fram á að velferðarráð fjalli um umsóknina. Frá því að synjun berst hefur umsækjandi fjórar vikur til að vísa málinu til velferðarráðs.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 5 =