Spurt og svarað um akstursþjónustu

""

Þú sækir um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk hjá Reykjavíkurborg. Í framhaldi af því sér Pant um alla framkvæmd akstursins.

Listi spurninga

Er hámarksfjöldi á ferðum?

Enginn hámarksfjöldi er á ferðum en Reykjavíkurborg er heimilt að setja þak á fjölda ferða við sérstakar aðstæður. 

Hvað kostar þjónustan?

  • Gjald fyrir fasta ferð er það sama og hálft almennt gjald hjá Strætó. 
  • Gjald fyrir ferð sem er pöntuð samdægurs er það sama og fullt gjald hjá Strætó. 

Má ég taka með mér farþega?

Þú mátt taka með þér einn farþega og greiðir þá fyrir hann sama verð og fyrir þig. Frítt er fyrir börn undir grunnskólaaldri í fylgd með fötluðum foreldrum. 

Hvað ef ég dvel tímabundið utan höfuðborgarsvæðisins?

Þú getur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að nýta þjónustu annars sveitarfélags á meðan þú dvelur þar. Beiðni er send á netfangið akstur@reykjavik.is