Hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur
Ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur varðandi ráðningar á starfsfólki með fötlun
Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun býður upp á ráðgjöf vegna skertrar starfsgetu fyrir bæði öryrkja og aðra atvinnuleitendur. Þjónustan sem er veitt er tvískipt og fer hún eftir þjónustuþörf hvers og eins. Þjónustan er annars vegar sérhæfð ráðgjöf og stuðning við atvinnuleit og hins vegar atvinna með stuðningi (AMS) sem felst í aðstoða við atvinnuleitina, stuðning og eftirfylgni á vinnustað.
Þá er einnig hægt að gera samning við vinnumálastofnun um ráðningu atvinnuleitanda sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til að starfa við sérstök tímabundin átaksverkefni sem eru umfram lögbundin og venjuleg umsvif hlutaðeigandi fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka.
- Netfang: ams@vmst.is
- Símanúmer: 515 4800
- Nánari upplýsingar um Vinnumálastofnun
Atvinna með stuðningi (AMS)
Atvinna með stuðningi er árangursrík leið í fyrir þá sem þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Atvinna með stuðningi býður uppá víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar.
Aðstoðað er við að finna rétta starfið og veita stuðning á nýjum vinnustað.
Stuðningur sem AMS veitir til vinnustaðar
Lögð er áhersla á góða samvinnu við atvinnurekendur. AMS aðstoðar við að mynda tengsl á vinnustað og byggir upp stuðningsnet á vinnustaðnum. Stuðningur er veittur svo lengi sem þörf er á en síðan er markvisst dregið úr stuðningi. Vinnuveitandi og starfsmaður hafa þó áfram aðgang að ráðgjafa eftir þörfum. AMS er umsjónaraðili vinnusamnings öryrkja.
Vinnusamningur öryrkja
Vinnusamningur öryrkja er endurgreiðslusamningur við atvinnurekendur sem hafa ráðið starfsfólk með skerta starfsgetu til starfa.
Markmið og hlutverk vinnusamnings öryrkja er að auka möguleika atvinnuleitenda með skerta starfsgetu til að ráða sig í vinnu á almennum atvinnumarkaði.
Ráðningar með vinnusamningi öryrkja á starfsstöðum Reykjavíkurborgar
Svona er ferillinn:
- Starfsstöð er með starfsmann með skerta starfsgetu eða hefur áhuga á að fá starfsmann til sín með skerta starfsgetu
- Hefur samband við Vinnumálastofnun eða okkur ef starfsstöð er ekki með starfsmann nú þegar.
- Fyllir út upplýsingar fyrir vinnusamning og hefur starfsmann mannauðs- og starfsumhverfissviðs í cc í tölvupósti
- Mannauðs- og starfsumhverfissvið samþykkir samning inni í gátt
- Endurgreiðsluferli hefst
- Greitt til starfsstöðvar ársfjórðungslega
Mikilvægt er að allir launaliðir komi fram í vinnusamning þegar sótt er um:
- Yfirvinna, álagsgreiðslur, neysluhlé, styrkir o.fl.
Hafa samband
Hafðu samband við mannauðs- og starfsumhverfissvið vegna ráðninga á starfsfólki með fötlun:
- Tengiliður: Auður Björgvinsdóttir, mannauðs- og starfsumhverfissvið.
- Netfang: audur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is
- Símanúmer: 411-4223
- Nánari upplýsingar um mannauðs- og starfsumhverfissvið
Sjónstöðin
Sjónstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Sjónstöðin veitir ráðgjöf til vinnustaða, búsetukjarna, félagsþjónustu og annara sem koma að þjónustu við sjónskerta og blinda einstaklinga. Öll ráðgjöf er einstaklingsmiðuð og í samráði við einstaklinginn.
- Símanúmer: 545-5800
- Netfang: midstodin@midstodin.is
- Nánari upplýsingar um Sjónstöðina, þjónustu og þekkingarmiðstöð.
Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk
- Símanúmer: 540-2727
- Netfang: pant@pant.is
Fatlað fólk sem getur ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki getur átt rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs.
Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks í Reykjavík
Hægt er að leita til samráðshópsins þegar þörf er á ráðgjöf og leiðbeiningum vegna þjónustu við fatlað fólk eða þegar þörf er á að bæta aðgengi t.d. vegna starfsfólks eða þjónustunotenda sem þurfa á bættu aðgengi að halda.
Þegar mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fjallar um málefni fatlaðs fólks eiga eftirtaldir fulltrúar jafnframt sæti í ráðinu fyrir hönd samráðshópsins: ÖBÍ réttindasamtök, Þroskahjálp tilnefnir tvo fulltrúa og NPA miðstöðin.
- Tengiliður: Valgerður Jónsdóttir, mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar
- Netfang: valgerdur.jonsdottir@reykjavik.is
- Aðgengisfulltrúi: Bragi Bergsson, umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
- Netfang: bragi.bergsson@reykjavik.is
- Mannréttindaráð Reykjavíkur
Réttindagæslumenn fatlaðs fólks í Reykjavík
Opið er 9-16 alla virka daga. Utan þess er hægt að lesa inn skilaboð. Einnig er hægt að senda tölvupóst.
- Heyrir undir Mannréttindastofnun Íslands
- Símanúmer réttindagæslumanna: 554-8100
- Tölvupóstur réttindagæslumanna: rettindagaesla@mannrettindi.is