Hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur

Teikning af manni og konu skoða línurit.

Ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur.

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun býður upp á ráðgjöf vegna skertrar starfsgetu fyrir bæði öryrkja og aðra atvinnuleitendur. Þjónustan sem er veitt er tvískipt og fer hún eftir þjónustuþörf hvers og eins.  Þjónustan er annars vegar sérhæfð ráðgjöf og stuðning við atvinnuleit og hins vegar þjónustu AMS, ,,Atvinnu með stuðningi“. AMS sem felst í aðstoða við atvinnuleitina og stuðningi og eftirfylgni á vinnustað.

Atvinna með stuðningi (AMS)

 Atvinna með stuðningi er árangursrík leið í fyrir þá sem þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Atvinna með stuðningi býður uppá víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og / eða líkamlegrar fötlunar.  Aðstoðað er við að finna rétta starfið og veita stuðning á nýjum vinnustað.

Stuðningur sem AMS veitir til vinnustaðar

Lögð er áhersla á góða samvinnu við atvinnurekendur. AMS aðstoðar við að mynda tengsl á vinnustað og byggir upp stuðningsnet á vinnustaðnum. Stuðningur er veittur svo lengi sem þörf er á en síðan er markvisst dregið úr stuðningi. Vinnuveitandi og starfsmaður hafa þó áfram aðgang að ráðgjafa eftir þörfum. AMS er umsjónaraðili vinnusamnings öryrkja.

Vinnusamningur öryrkja

Vinnusamningur öryrkja er endurgreiðslusamningur við atvinnurekendur sem hafa ráðið starfsfólk með skerta starfs getu til starfa.  Markmið og hlutverk vinnusamnings öryrkja er að auka möguleika atvinnuleitenda með skerta starfsgetu til að ráða sig í vinnu á almennum atvinnumarkaði.

Nánari upplýsingar um þau skilyrði sem þarf að uppfylla fyrir vinnusamning öryrkja, hvernig vinnusamningur á að vera uppsettur, hvernig endurgreiðslan er háttuð og hver umsjónaraðili er með vinnusamningi öryrkja er hægt að nálgast hér á vef Vinnumálastofnunnar.

Sérstök átaksverkefni

Vinnumálastofnun er heimilt að gera samning við fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins, til að starfa við sérstök tímabundin átaksverkefni sem eru umfram lögbundin og venjuleg umsvif hlutaðeigandi fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka.

Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir greiðslu styrks, samninga og um þær reglur sem gilda um endurgreiðslu til atvinnurekanda vegna starfstengdra vinnumarkaðs úrræðum er hægt að nálgast á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Ráðningar með vinnusamningi öryrkja á starfsstöðum Reykjavíkurborgar

  1. Starfsstöð er með starfsmann með skerta starfsgetu eða hefur áhuga á að fá starfsmann til sín með skerta starfsgetu
  2. Hefur samband við Vinnumálastofnun eða okkur ef starfsstöð er ekki með starfsmann nú þegar.
  3. Fyllir út upplýsingar fyrir vinnusamning og hefur starfsmann mannauðs- og starfsumhverfissviðs í cc í tölvupósti
  4. Mannauðs- og starfsumhverfissvið samþykkir samning inni í gátt
  5. Endurgreiðsluferli hefst
  6. Greitt til starfsstöðvar ársfjórðungslega

Mikilvægt er að allir launaliðir komi fram í vinnusamning þegar sótt er um:

Yfirvinna, álagsgreiðslur, neysluhlé, styrkir o.fl.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks í Reykjavík

Hægt er að leita til hópsins til dæmis þegar þörf er á ráðgjöf og leiðbeiningum vegna þjónustu við fatlað fólk eða þegar þörf er á að bæta aðgengi t.d. vegna starfsfólks eða þjónustunotenda sem þurfa á bættu aðgengi að halda.

Samráðshópurinn á sæti í mannréttindaráði Reykjavíkur og fjallar ráðið um málefni fatlaðs fólks tvo fundi í mánuði. 

Í hópnum eiga sæti fulltrúar ÖBÍ, Þroskahjálpar og NPA miðstöðvarinnar auk borgarfulltrúanna sem sitja í mannréttindaráði. 

Úr samþykkt mannréttindaráðs: 

Til að vinna að því að bæta þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík og að bæta aðgengi þeirra að allri þjónustu Reykjavíkurborgar sem og að borgarlandinu fer mannréttindaráð m.a. með eftirtalin verkefni: 

1. Að allar byggingar í eigu Reykjavíkurborgar og annað húsnæði þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu á vegum borgarinnar, svo og götur, gangstéttir og önnur opinber svæði í borgarlandinu, verði aðgengileg fötluðu fólki með mismunandi aðgengisþarfir. Mannréttindaráð veitir árlega aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar. 

2. Að hafa áhrif á skipulag og framkvæmd allrar þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík með það að markmiði að bæta aðgengi þess í víðum skilningi að m.a. þjónustu, upplýsingum, húsnæði, borgarlandi og samfélagsþátttöku. Ráðið skal vera ráðgefandi fyrir þjónustuveitendur á öllum sviðum Reykjavíkurborgar, hafa aðkomu að stefnumótun er varðar þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík og halda utan um og vera vettvangur samráðs vegna þjónustu við fatlað fólk í borginni. Skal aðkoman og umfjöllunin eiga sér stað í ráðinu á öllum stigum vinnu fagsviðanna að málum er varða fatlað fólk, við upphaf, vinnslu og lok vinnunnar.

Sjónstöðin- þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga  með samþætt sjón og heyrnarskerðingu er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir, eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishald, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.

Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk

Fatlað fólk sem getur ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki getur átt rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. 

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks í Reykjavík

  • Símanúmer réttindagæslumanna: 554-8100
  • Tölvupóstur réttindagæslumanna: rettindagaesla@mannrettindi.is
  • Opnunartímar eru: kl 9- 16 alla virka daga. Utan þess er hægt að lesa inn skilaboð. Einnig er hægt að senda tölvupóst.
  • Heyrir undir Mannréttindastofnun Íslands

Hafa samband:

Vegna ráðninga á starfsfólki með fötlun:

Nánari upplýsingar um mannauðs- og starfsumhverfissvið