Samþykktar kennslulausnir

Vanda þarf val og notkun á hugbúnaði fyrir skólastarf til að tryggja öryggi nemenda og gagna þeirra.
Áður en stafræn tækni er tekin í notkun í skóla- og frístundastarfi fer fram viðamikið greiningarferli sem felur í sér meðal annars áhættumat, vinnslusamninga, mat á áhrifum á persónuvernd. Skólastjóri ber ábyrgð á notkun upplýsingatækni í sínum skóla og ber að fræða foreldra um samþykkta notkun kennslulausnar.
Viðamikið greiningarferli
Hjá Reykjavíkurborg er unnið samkvæmt ákveðnu verklagi og er hugbúnaður meðal annars metinn út frá:
- Aldurstakmarki
- Söfnun persónuupplýsinga
- Hvort gögn eru vistuð innan eða utan Evrópu
- Hvort auglýsingar eru tengdar notkun
- Hvort hugbúnaðurinn safnar lýsigögnum og annálagögnum
- Hvort hugbúnaðurinn býr til persónusnið sem nýtt er í markaðstilgangi
- Hvernig gögnum og aðgöngum er eytt við lok náms eða þegar hætt er að nota hugbúnaðinn
- Að hugbúnaðurinn standist kröfur um upplýsingaöryggi t.d. reglulegar uppfærslur
