Stökkva að meginefni
- Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Verksvið hennar er að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni fatlaðs fólks í aðgengismálum í víðum skilningi, við mótun allrar þjónustu borgarinnar sem snýr að fötluðu fólki og eftir atvikum öðrum hagsmunamálum fatlaðs fólks.
- Fjölmenningarráð
Verksvið þess er að vera borgarstjórn og nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni hagsmuni borgarbúa sem eru innflytjendur.
- Íbúaráð
Verksvið þeirra er að vinna að auknu íbúalýðræði innan borgarinnar og eru mikilvægur samráðsvettvangur Reykjavíkurborgar.
- Öldungaráð
Verksvið þess er að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem er 67 ára og eldri.