Fjölmenningarráð

Teikning af sex manneskjum.

Fjölmenningarráð er borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru innflytjendur.

Um ráðið

Ráðið er ráðgefandi og stuðlar að upplýsingagjöf og samstarfi Reykjavíkurborgar við hagsmunasamtök innflytjenda, mótar stefnur og gerir tillögur til borgarráðs sem varðar verksvið þess. Ráðið leitast við að tengja saman fjölmenningarleg samfélög í Reykjavík og koma hugmyndafræði um fjölmenningu og inngildingu á framfæri.
 
Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar starfar í umboði borgarráðs með þeim hætti sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 og eftir því sem lög mæla fyrir um. 

Fulltrúar

Fjölmenningarráð er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Nöfn fulltrúanna má finna hér fyrir neðan og er þeim raðað þannig að fyrstu tveir aðalmenn eru tilnefndir af borgarstjórn. Næst koma fulltrúar tilnefndir af samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi W.O.M.E.N., Samtökum um Móðurmál og SAMEYKI. Borgarstjórn kýs formann ráðsins en fjölmenningaráð kýs sér varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum.
 
Formaður ráðsins er Magnea Gná Jóhannsdóttir
 
Netfang fjölmenningarráðs: fjolmenningarrad@reykjavik.is
Starfsmaður ráðsins er Aleksandra Kozimala, verkefnastjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. 
 

Reykjavík er fjölmenningarborg

Þann 17. september 2019 hefur Borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkt á fundi sínum  yfirlýsingu um Fjölmenningarborgina Reykjavík í samræmi við þátttöku borgarinnar í verkefninu Fjölmenningarborgir „Intercultural Cities“.