Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Teikning af manni í hjólastól spila á gítar og konu með hund og staf.

Markmið aðgengis- og samráðsnefndarinnar er að bæta þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík með virkri aðkomu fatlaðs fólks að skipulagi og mótun þjónustunnar. Þá er markmið nefndarinnar jafnframt að bæta aðgengi fatlaðs fólks að allri þjónustu Reykjavíkurborgar sem og að borgarlandinu.

Um aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík

Markmið aðgengis- og samráðsnefndarinnar er að bæta þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík með virkri aðkomu fatlaðs fólks að skipulagi og mótun þjónustunnar. Markmið aðgengis- og samráðsnefndarinnar er jafnframt að bæta aðgengi fatlaðs fólks að allri þjónustu Reykjavíkurborgar sem og að borgarlandinu.

Fulltrúar

Aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks er skipuð níu fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Öryrkjabandalag Íslands tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara þar af að lágmarki einn aðila úr hópi fólks með geðfötlun. Þroskahjálp tilnefnir tvo fulltrúa og tvo til vara. NPA miðstöðin tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara. Skal að lágmarki einn fulltrúi úr hópi fatlaðs fólks sem notar hjólastól að staðaldri sitja í ráðinu og ber Reykjavíkurborg að tryggja þetta. Allir fulltrúar hagsmunasamtaka skulu vera notendur þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík.
 
Formaður nefndarinnar er Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir.

Verksvið

Aðgengis- og samráðsnefnd skal vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni fatlaðs fólks í aðgengismálum í víðum skilningi, við mótun allrar þjónustu borgarinnar sem snýr að fötluðu fólki og eftir atvikum öðrum hagsmunamálum fatlaðs fólks. Nefndin skal stuðla að góðu upplýsingaflæði og samstarfi Reykjavíkurborgar við hagsmunasamtök fatlaðs fólks.
 
 
Aðgengis- og samráðsnefnd kemur að mótun stefnu í aðgengismálum og málaflokkum er tengjast þjónustu við fatlað fólk, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til fagráðanna sem varða verksvið hennar. Hún skal hafa frumkvæði að verkefnum sem stuðla að bættri þjónustu við fatlað fólk og bættu aðgengi fatlaðs fólks í samræmi við stefnu í aðgengismálum og fjárheimildir nefndarinnar hverju sinni. Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem borgarráð ákveður.
Aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar fer einnig með verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks samkvæmt 2. mgr. 42. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.
 
 
Starfsmaður aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks er Valgerður Jónsdóttir
 
Aðgengisfulltrúi Reykjavíkurborgar er Bragi Bergsson