Lóðir og lóðarleigusamningar
Í boði eru lóðir með byggingarétti fyrir einbýlishús, raðhús, parhús og tvíbýli auk lóða fyrir atvinnuhúsnæði. Reykjavíkurborg gerir lóðarleigusamninga um leigu á lóðum í eigu borgarinnar við lóðarhafa.
Lóðir - byggingarréttur til sölu
Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara annast sölu byggingarréttar. Netfang: lodir@reykjavik.is
Íbúðarhúsalóðir
Reykjavíkurborg býður lóðir til sölu á föstu verði í samræmi við samþykkt borgarráðs 8. maí 2014. Boðnar eru lóðir í Úlfarsárdal, Reynisvatnsási, í Blesugróf og Lambaseli.
Atvinnuhúsalóðir
Reykjavíkurborg býður lóðir fyrir atvinnustarfsemi. Smelltu á valmöguleika hér að neðan og skoðaðu lóðir sem í boði eru.
Lóðarleigusamningar
Lóðarleigusamningar eru samningar sem Reykjavíkurborg gerir um leigu á lóðum í þeirra eigu. Lóðarhafar eru allir þinglýstir eigendur fasteigna á viðkomandi lóð.