Lóðir og lóðarleigusamningar

Teikning af húsum, bílum og hjóli.

Í boði eru lóðir með byggingarrétti fyrir einbýlishús, raðhús, parhús og tvíbýli auk lóða fyrir atvinnuhúsnæði. Reykjavíkurborg gerir lóðarleigusamninga um leigu á lóðum í eigu borgarinnar við lóðarhafa.

Umsókn um lóðarleigusamning

Almennt eru lóðir fyrir íbúðarhúsnæði leigðar til 75 ára og lóðir fyrir atvinnustarfsemi til 50 ára. Ársleiga á lóðum er reiknuð í hlutfalli við fasteignamat lóðar og er innheimt með fasteignagjöldum. 

Á svæðum þar sem fyrirhugaðar eru skipulagsbreytingar getur Reykjavíkurborg hafnað umsókn um endurnýjun, eða gefið út samning til styttri tíma. 

Lóðarleigusamningar eru endurnýjaðir þegar eldri samningur er útrunninn, eða þegar mest tveir mánuðir eru eftir af gildistíma hans.  

Nýir lóðarleigusamningar vegna nýúthlutaðra lóða eru gerðir á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, tölvupóstfang lodir@reykjavik.is.

Umboð til að undirrita lóðarleigusamning

Hægt er að veita umboð til að undirrita lóðarleigusamning með því að fylla út þetta skjal: 

Ferli umsóknar

1.

Lóðarhafi/ umsækjandi sendir inn umsókn um endurnýjun. Almennt eru umsóknir settar í afgreiðsluferil innan viku. 

2.

Reykjavíkurborg útbýr lóðarleigusamning í þríriti. 

3.

Lóðarhafi/umsækjandi fær tilkynningu í tölvupósti þegar lóðarleigusamningur er tilbúinn til undirritunar. 

4.

Lóðarhafar (allir þinglýstir eigendur fasteigna á viðkomandi lóð) undirrita öll eintökin í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartún 12-14.

5.

Lóðarhafi fer með tvö eintök í þinglýsingu hjá sýslumanni og greiðir fyrir.

Ef kaupsamningi hefur verið þinglýst, og lóðarleigusamningur er útrunninn, þurfa bæði kaupandi og seljandi að skrifa undir lóðarleigusamninginn.