Kynjafræðsla fyrir unglingastig - kennsluhugmyndir og verkefni

Hér er verkfærakista sem inniheldur kennsluefni, bæklinga, kennsluhugmyndir og verkefni sem hægt er að notast við í kynjafræðslu á unglingastigi. 

Að greina lagatexta

Hér má finna kennsluhugmynd fyrir 9. og 10. bekk þar sem farið er í greiningu á skilaboðum í lagatextum. 

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Karlmennska og kvenleiki

Kennsluhugmyndir um hvernig hægt sé að skoða áhrif karlmennskuímynda og kvenleika á hegðun ungmenna í ákveðnum aðstæðum.

Strákar að perla

Kennsluefni

Kynjafræði fyrir byrjendur - Rafræn kennslubók um kynjafræði sem ætluð er fyrir framhaldsskólanemendur. Bókin er þó tilvalin fyrir kennara á unglingastigi til að lesa í þeim tilgangi að styrkja þekkingu sína á málefninu. Eins er einfalt að taka ákveðna efnisþætti úr bókinni og aðlaga að hæfni nemenda á efsta stigi grunnskóla.

Allir eiga rétt - á vefnum má finna fjölbreytt kennsluefni frá Unicef um réttindi, skyldur, samstöðu og umburðarlyndi. Efninu er skipt upp í 7 kafla ásamt verkefnum. 

Á ferð um samfélagið er kennslubók í þjóðfélagsfræði sem kemur inn á jafnrétti kynjanna ásamt öðrum samfélagstengdum viðfangsefnum svo sem samkynhneigð og hinsegin réttindum.

Amicos non ficta er tilfinninga- og vináttuverkefni, þróað til að efla stráka í að skilja og tjá sig um tilfinningar sínar á sama tíma og þeir hanna og skapa hluti.

Byggjum betri heim - verkefnahefti sem skátahreyfingin tók saman og byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heftið er þýtt og staðfært og hægt að nota rafrænt eða prentað út.

Feminísk verkefni - spurningar um femínisma sem hægt er að nýta í kynjafræðslu.

Frá mínum sjónarhól er verkefni um kynjajafnrétti og tengingu við sjálfbærni út frá Heimsmarkmiðunum. 

Hinsegin og karlmennskan - nokkrar spurningar til að koma af stað umræðum um hinsegin málefni og karlmennskuna. 

Kynjafræði fyrir byrjendur er kennslubók í kynjafræði fyrir framhaldsskóla og elstu bekki grunnskólanna. 

Kynungabók - markmið bókarinnar eru m.a. að veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu og að jafnréttismál varða alla. 

Rokk og róttækni - æskulýðsróttæknin leiddi af sér frjálslyndara samfélag sem kom meðal annars fram í auknum réttindum kvenna og samkynhneigðra. 

Sexhyrnd hugsun um jafnrétti er verkefni sem eflir skilning á hugtökum tengdum kvenréttindum og jafnrétti kynjanna.

Sjálfbærni-Verkefnabanki inniheldur 70 verkefni og fræðslu fyrir nemendur á unglingastigi um sjálfbærni á hinum ýmsum sviðum samfélagsins. 

Staðalmyndir og hugtök er verkefni sem fær nemendur til að skoða kvenpersónur út frá  feminískum hugtökum. 

Taktu eitt skref áfram er verkefni um forréttindi sem fær nemendur til að gera sér grein fyrir margvíslegum hindrunum og fordómum sem fólk í ólíkum stöðum samfélagsins mætir.

Verkefni í kynjafræði til að vekja fólk til umhugsunar um markaðssetningu á stelpu og stráka dóti.

Lýðræðisleg hæfni

Lýðræðisleg hæfni byggir á fjölmörgum eiginleikum einstaklinga sem hægt er að skipta niður í fjóra flokka; gildi, viðhorf, færni og þekking.

Teikning af fjórum unglingum.

Verkefni sem fjalla um starfsval og vinnumarkaðinn

Margt er um að velja - markmiðið með námsefninu er að nemendur öðlist færni í að velja nám og störf og rökstyðja valið út frá aðstæðum sínum. Einnig að efla sjálfstæði og þekkingu nemenda á umhverfi sínu og áhugasviði.

Stefnan sett er kennsluefni með það að markmiði að nemendur fræðist um kynbundið náms- og starfsval og hvernig það hefur áhrif á jafnrétti kynjanna. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Starfsval

Vinnumarkaður og stjórnmál - þrjú verkefni í kynjafræði sem tengjast vinnumarkaðinum og stjórnmálum. Með hverju verkefni fylgja tenglar þar sem nemandinn þarf að lesa sér til, svara spurningu og rökstyðja mál sitt. Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk

Miss representation

Heimildarmynd og verkefni sem taka á því hvernig fjallað er um konur í bandarískum fjölmiðlum og auglýsingum. Myndin sýnir hvernig má átta sig á ólíkum skilaboðum til kynjanna

Táknkerfi kynjanna

Hér er hægt að horfa á heimildamyndina 'The Gender Code'. Með henni fylgir verkefni sem hægt er að nota i í kynjafræðslu, jafnréttisfræðslu, félagsfræði og fleiru.

Verkefni úr Kompás, handbók um mannréttindi fyrir ungt fólk

Heimilisofbeldi - eitt af markmiðum þessa verkefnis er að efla samhug og kjark til að taka afstöðu gegn heimilisofbeldi. Efni: Jafnrétti - Mismunun - Kynjafræðsla - Ofbeldi

Kven- og karlhetjur - markmið verkefnisins er m.a. að greina á gagnrýnan hátt mikilvægi karl- og kvenhetja sem fyrirmynda.

Leiðin til jafnréttislands - eitt af markmiðum verkefnisins er að skapa skilning og viðurkenningu á jafnrétti kynjanna.

Vinna og börn - verkefnið tekur á mismunun kvenna á vinnustað en markmiðið er m.a. að auka skilning þátttakenda á mismunun og stuðla að jafnrétti og réttlæti.

Leikir

Hér má finna leiki sem henta vel til að efla sjálfsmynd nemenda  hjálpa þeim að átta sig á styrkleikum sínum og annarra nemenda í bekknum.

Krakkar spila pógó