Vinnumarkaður og stjórnmál
Þrjú verkefni í kynjafræði sem tengjast vinnumarkaði og stjórnmálum. Með hverju verkefni fylgja tenglar á efni sem nemandinn þarf að lesa og svara svo spurningum og rökstyðja mál sitt.
Um verkefnið
Jafnrétti - Staðalímyndir - Kynhlutverk
Tenging við menntastefnu: Félagsfærni
Gerð efnis: Verkefni
Markhópur: 13-16 ára
Viðfangsefni: Jafnrétti, Staðalmyndir
Vinnumarkaður og stjórnmál
1. Þórður Snær Júlíusson segir í Kjarnanum að vandamál kvenna séu karlar. Hvað á hann við? Útskýrðu þetta vel.
2. Veldu fjórar frásagnir kvenna í ,,Í skugga valdsins” og segðu frá þeim í eigin orðum. Myndaðu þér rökstudda skoðun á frásögninni.
3. Hvað er ,,þriðja vaktin”? Lestu greinina vel, skilgreindu fyrirbærið og myndaðu þér skoðun. Hvernig tengist þriðja vaktin þínu lífi? Útskýrðu vel.