Amicos non ficta / Tilfinninga- og vináttuverkefni

Verkefni sem Þórður Jörundsson þróaði til að efla stráka í að skilja og tjá sig um tilfinningar sínar á sama tíma og þeir hanna og skapa ýmsa hluti s.s. þrykkja boli, smíða hringa o.fl.

Um verkefnið

Kynheilbrigði - Jafnrétti - Samskipti - Sjálfsmynd - Sjálfstraust - Staðalímyndir

Tenging við menntastefnu: Félagsfærni, Heilbrigði, Læsi, Sjálfsefling, Sköpun

Gerð efnis: Myndbönd, Verkefni

Markhópur: 13 -16 ára og starfsfólk.

Viðfangsefni: Kynheilbrigði, andleg og félagsleg vellíðan, jafnrétti, líkamleg færni, samskipti, sjálfsmynd, sjálfstraust, lífs- og neysluvenjur, læsi, nýsköpun, staðalmyndir, skapandi ferli, skapandi hugsun, umræður.

Einlægir vinir

Markmiðið er að strákar skoði tilfinningar sínar, læri að setja orð á þær og fái að tjá þær í öruggu rými. Strákarnir fá frelsi til að skapa ýmsa hluti og nota fjölbreytt orð yfir tilfinningar í sköpuninni, t.d. með því að skrifa orðin á hjólabretti með brennipenna.

Á meðan strákarnir vinna verklega eru þeir að ræða um orðin sem þeir eru að vinna með og velta því fyrir sér hvers konar tilfinningu þau tjá, í hvaða aðstæðum hún getur komið upp og hvenær þeir hafa upplifað þá tilfinningu. Mælt er með því að vinna þetta verkefni í smáum hópum til að tryggja traust og dýpt í vinnunni.