Táknkerfi kynjanna
Verkefni sem byggir á heimildamyndinni The Gender Code. Hægt er að nota þetta efni í kynjafræðslu, jafnréttisfræðslu, félagsfræði og fl.
Um verkefnið
Jafnrétti - staðalímyndir - Kynhlutverk
Tenging við menntastefnu: Félagsfærni, Sjálfsefling
Gerð efnis: Ítarefni, Verkefni
Markhópur: 13-16 ára
Viðfangsefni: Jafnrétti, Sjálfsmynd, Sjálfstraust, Staðalmyndir
Táknkerfi kynjanna
Nemendur glósa og svara þessum spurningum:
- Hvað er átt við með táknkerfi kynjanna?
- Hver er sýn poppmenningar á kynin?
- Hvernig flokkum við fólk út frá merkjum? Hver eru þessi merki? Skipta þessi merki máli upp á samskipti?
- Um hvað fjallar Ervin Goffman?
- Hvað segja auglýsingar okkur um okkur sjálf?
- Er kynvitund náttúruleg? – Hverskonar ferli á sér stað þegar kemur að kynvitund?
- Hver er munurinn á hugtökunum kyn og kynvitund?
- Karlmennska (e. masculine) eða kvenska (e. feminine) í vestrænum samfélögum hefur verið skilgreint að miklu leiti í tvíhyggju, hvernig er þetta skilgreint?
- Hvernig lærum við að senda kynjamerkin eða kyngervistákn og hvað þýða þessi hugtök?
- Hvað er auglýsingarraunsæi?
- Af hverju er Goffman að einbeita sér að auglýsingum í sinni greiningu?
- Hvað er átt við með kvenleg snerting?
- Hvað er átt við með hefðbinding undirokunar?
- Hvernig er undirokun og kvenskan tengd saman?
- Hvernig er valdaleysið og klámvæðingin tengd saman?
- Í gegnum auglýsingar hvernig má sjá muninn á hvernig við setjum fram karlmenn og konur?
Nemendur glósa og svara þessum spurningum:
- Hvað er feimnislega hnébeygjan?
- Það er ítrekað komið inn á varnarlausar og viðkvæmar, við hvað er átt?
- Hvernig er talað um að konur eru gerðar hjálparvana? Hver er andstæðan og hvernig er þetta tengt dýraríkinu?
- Hvað er átt við með heimil óvirkni? Hvernig birtist hún og hver er andstæðan, hvernig birtast þá menn?
- Hvað er átt við með barngervingu?
- Hvernig birtist barngerving? Af hverju er talað um að konur gangi aldrei úr barndómi?
- Hver eru tákn karlmennskunnar?
- Hvernig er karlmennskan skilgreind?
- Takið dæmi um hvernig karlmennskan er sýnd í gegnum auglýsingar og myndmiðla?
- Hvernig er sannfært gagnkynhneigða menn um karlmennsku í auglýsingar sem byggðar eru á hvernig samkynhneigðir menn eru sýndir?
- Hvernig birtist fordómar fyrir samkynhneigð í því að þurfa að nota konur, til að selja karlmönnum tísku?
- Hvernig eru líkamar karlmannanna og hvernig tengist það að draga úr „hommaerótík“?
- Nemendur glósa og svara þessum spurningum:
- Erum við föst í kóðanum?
- Hvernig má færa rök fyrir því að „tough girls“ séu ennþá fastar í kóðanum?
- Hvernig birtist kóðinn jafnframt í íþróttum?
- Hvernig hafa þessi tákn verið mótuð í gegnum tímanna rás?