Kort til almenningsnota
Landupplýsingar á umhverfis- og skipulagssviði hafa mikla reynslu í gerð margvíslegra korta, sem öll byggja á upplýsingum úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR). Eins og sjá má í upptalningunni hér að neðan eru ýmis kort gefin út samhliða lifandi upplýsingum á vefnum og þar vekjum við sérstaka athygli á Borgarvefsjá.
- Götukort umhverfis- og skipulagssvið (pdf 11,1 MB), nær yfir allt höfuðborgarsvæðið. Unnið í júní 2023. Verður ekki uppfært frekar á þessu formi.
- Göngu- og hjólreiðastígar. Vefsíða með korti af stígum í Reykjavík.
- Á vefsíðu samgöngumála er einnig kort af hjólaleiðum.
- Staðgreinikort af Reykjavík (pdf 3, 2 MB).
- Grunnkort umhverfis- og skipulagssviðs. Sýna nú stöðu LUKR gagna 1. desember 2016 og eru endurnýjuð árlega. Grunnkort má einnig skoða hér með loftmyndagrunni undir.
- Stjórnsýsluskipting Reykjavíkur (pdf 0,7 MB). Samkvæmt samþykkt borgarráðs 16. júní 2003 skiptist Reykjavík í tíu hverfi, hvert með sínu hverfisráði.
Upplýsingakort vegna þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs
- Vefsíða með kortum af götum og gönguleiðum í Reykjavík eftir þjónustuflokkum í snjóhreinsun og hálkueyðingu.
- Verndun brústeina í Reykjavík (pdf 2,1 MB). Brústeinar eru gamlir tilhöggnir kantsteinar.
Kort gerð eftir þínum óskum
Landupplýsingar á umhverfis- og skipulagssviði geta útbúið kort eftir óskum viðskiptavina, allt frá einföldum yfirlitsmyndum til nákvæmra korta.
Fyrirspurnir og ábendingar
Fyrirspurnir má senda á netfangið lukr@reykjavik.is
Gjaldfrjáls gögn LUKR er hægt að nálgast á Gjaldfrjáls gögn úr LUKR og á úttektarvef LUKR.